-Auglýsing-

Hjartalif.is átta ára í dag

iStock 000017453355SmallÞað eru tímamót hjá hjartalif.is en í dag eru átta ár frá því vefsvæðið var opnað. Á þessum átta árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt breyst í Íslensku samfélagi.
Fyrir átta árum ríkti mikil bjartsýni, reyndar fullmikil og menn sáu fyrir sér að nýr spítali væri handan við hornið og bjart væri framundan í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Því miður hefur þetta ekki gengið eftir og það verður að segjast eins og er að stjórnmálamenn hafa staðið sig illa í að hlúa að þessari einni af grunnstoðum íslensks samfélags, þ.e. íslenska heilbrigðiskerfisins. Það er ósköp dapurlegt til þess að vita að alls óvíst er hvenær af þessari nýju spítalabyggingu verður ef af henni verður á annað borð.

En við hér á hjartalif.is látum þetta ekki á okkur fá og höldum okkar striki í því að færa almenningi fréttir og fróðleik af okkar hjartans málum. Af tilefni þessara tímamóta ætlum við á næstu dögum að birta gamla pistla sem fengu góðar viðtökur á sínum tíma því lesendahópurinn hefur stækkað svo um munar.

Fyrstu vikurnar og mánuðina hér á hjartalíf þótti okkur allgott ef við fengum 50-100 heimsóknir á dag og fyrstu mánuðina hoppuðum við hæð okkar við 200 heimsóknir á dag. Stöðug fjölgun hefur verið í heimsóknum hér inn á hjartalíf og er ekki óalgengt að við séum að fá yfir 14.000 einstaklinga inn á síðuna yfir mánuðinn í allt að 18.000 innlitum en stærsti einstaki dagurinn okkar til þessa var 2260 einstaklingar á einum degi í um 2900 heimsóknum (tölur eru fengnar af google analytics).

Við erum að sjálfsögðu gríðarlega stolt af þessum árangri en fyrst og fremst þakklát, þakklát ykkur sem hafið fylgt okkur eftir um leið og við fögnum hverjum nýjum gesti.

Það er von okkar að þið megið eiga gott hjartalíf, alla ævi.

- Auglýsing-

Björn & Mjöll

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-