Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983.
Stofnfélagar voru 230, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill.
Hlutverk Hjartaheilla er:
• að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta
• að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma
• að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga
• að starfa faglega
• að framfylgja markmiðum samtakanna
Markmið Hjartaheilla til næstu 5 ára eru:
• að fjölga félagsmönnum í allt að 10.000
• virkja félagsmenn til öflunar nýrra félaga, t.d. með hvataverðlaunum
• nota heimasíðu og rafrænt fréttabréf
• að efla Hjartadaginn
• samvinna við Hjartavernd og Heilaheill, skipting hlutverka
• efna til viðburða um land allt á Hjartadaginn
• að styðja við GoRed verkefnið – Alþjóðlegt samstarf um konur og hjartasjúkdóma, Hjartadrottningar, starfshópur kvenna innan Hjartaheilla, verði tengiliður
• að auka fjáröflunartekjur
• fjölgun félagsmanna mun auka tekjur og meðalaldur mun lækka
• gerð nýrra hjartamerkja og söluherferð í tengslum við Hjartadaginn
• sérstakar safnanir, sjónvarpssöfnun, sala sérhannaðra muna á netinu
• að efla tengsl og upplýsingaflæði við félagsmenn
• söfnun netfanga eldri félagsmanna – rafrænt fréttabréf
• efla heimasíðu Hjartaheilla
Framtíðarsýn Hjartaheilla:
• Hjartaheill verði öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna.
• Hjartaheill verði leiðandi við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma.
Vefsíða Hjartaheilla er www.hjartaheill.is
.