-Auglýsing-

Hjartað slær í Vatnsmýri

hjartad i vatnsmyriÞegar þetta er ritað hafa 53.140 manns skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni til að undirstrika að hjartað haldi áfram að slá þar.

Þetta er athyglisvert og frábært framtak hjá þessum hóp sem gerir sér mjög ljósa grein fyrir mikilvægi flugvallarins og sjúkraflugs í okkar strjálbýla landi. Og fyrir okkur hjartafólk er mikilvægi flugvallarins gríðarlega mikið.

Nokkrar staðreyndir

  • Það er ekki raunhæft að byggja upp öflugt bráðasjúkrahús úti á landi
  • Þyrlur henta ekki jafn vel til sjúkraflugs heldur eru fyrst og fremst öflug björgunartæki á sjó og hálendinu
  • Reynsla af sjúkraflugi er góð á Íslandi til margra áratuga
  • Sjúkraflug hefur bjargað lífi hundruða Íslendinga
  • Farin eru um 500 sjúkraflug á ári
  • Áætlað er að allt að þriðjungur sjúkraflugs sé vegna einkenna frá hjarta

Á þessari upptalningu má ljóst vera að mikilvægi sjúkraflugs er óumdeilt og einnig liggur fyrir að nálægð við Landspítala hefur án nokkurs vafa bjargað mannslífum.

Það má vera að um þetta mál séu deildar meiningar en þó virðist vera að stór hluti þjóðarinnar sé meðvitaður um mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni.

Á næstunni ætlum við á hjartalif.is að segja sögur af fólki sem á líf sitt að launa sjúkraflugi og nálægð Landspítalans við flugvöllinn, auk mola um mikilvægi þess að hjartað slái áfram í Vatnsmýrinni.

Hafandi í huga að nálægt þriðjungur sjúkraflugs sé vegna einkenna frá hjarta og í flestum tilfellum bráðveikt fólk, rennur okkur blóðið til skyldunnar.

- Auglýsing-

Það hafa sumir bent á að hægt væri að byggja upp hjartaþræðingarstofu á Akureyri. Ég held að all flestum sem til þekkja finnist þessi möguleiki ekki raunhæfur þó hann sé ósköp heillandi.

Aðrir hafa bent á að byggja upp bráðsjúkrahús á Suðurnesjum við flugvöllinn í Keflavík.

Allar þessar hugmyndir eru góðra gjalda verðar en vegna kostnaðar og annarra þátta eru þær væntanlega óraunhæfar.

Sjúkraflug snýst ekki um togstreitu milli borgar og dreifbýlis heldur mikið frekar áframhaldandi uppbyggingu á öflugu sjúkraflugi sem þjónar öllum landsmönnum, það gæti nefnilega hent borgarbúa að veikjast úti á landi og þurfa á sjúkraflugi að halda.

Það er nefnilega mikilvægt að hjartað slái áfram, í Vatnsmýrinni.

Ef þú vilt skrifa undir þá er tengillinn Hjartað slær í Vatnsmýri 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-