-Auglýsing-

Hjartadeild lömuð vegna iðrasýkingar

Um 250 manns bíða eftir að komast í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Það eru um fimmtíu fleiri en biðu í desember og þótti ástandið þá óviðunandi. Ástæða tafanna er að skæðar niðurgangssýkingar hafa smitast milli sjúklinga á deildinni auk þess sem plássleysi á gjörgæslu hefur ítrekað orðið til þess að fresta þarf aðgerðum á hjartadeild.

Mikil þrengsli hafa verið á hjartadeild og sjúklingar hafa iðulega þurft að liggja á göngunum og allt í upp í fjórtán manns þurft að deila með sér einu klósetti. Við slíkar aðstæður eykst hætta á smiti milli sjúklinga verulega.

Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur á Landspítalanum, segir að þó hjarta- og æðasjúkdómar séu langalgengasta dánarorsök Íslendinga sé vandamálinu of lítill gaumur gefinn en árlega deyja 700 manns af fyrrgreindum sjúkdómum hér á landi. Hann segir biðlistann eftir hjartaþræðingu nú um átta mánuði og lengjast stöðugt.

“Ég þekki til aðstæðna á sjúkrahúsum í Svíþjóð. Þar er hreinlega bannað að fólk liggi á göngum vegna reglna um eldvarnir. Þetta er svo auðvitað líka afar slæmt þegar grípa þarf til endurlífgana, sem ekki eru óalgengar á hjartadeildum, því erfitt er að koma tækjum eftir ganginum þegar sjúklingar liggja þar,” segir hann.

Í grein sem Þórarinn ritar í nýjasta hefti Læknablaðsins deilir hann auk þess hart á þær aðstæður sem heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar þurfi að búa við á hjartadeildinni. Sjúklingar sem séu í sjúkrarúmi á gangi spítalans þurfi að pissa í bekken eða flösku liggjandi þar sem umferð gesta og sjúklinga sé stöðug. Þá sé deildin meðal annars fjársvelt og háð gjafafé til að endurnýja tækjakost. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir hjartadeildar, segir tvö hjartaþræðingartæki nú í notkun á deildinni, annað sé frá árinu 2001 en hitt nokkuð eldra. “Það eldra er meira en tíu ára gamalt og ef okkur á að takast að anna öllum þeim sjúklingum sem bíða þyrftum við þriðja tækið,” segir Þórarinn en slíkt tæki myndi kosta á bilinu 70 til 100 milljónir.

“Á Íslandi hefur náðst einn besti árangur í heimi á ýmsum sviðum hjartalækninga. Þrátt fyrir það má þessi sjúkdómaflokkur ekki gleymast enda er hann aðaldánarorsök Íslendinga,” segir hann.

- Auglýsing-

karen@frettabladid.is

Fréttablaðið 07.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-