Heildarneysla á fitu hefur engin tengsl við kransæðasjúkdóma né krabbamein og ekki bein tengsl við offitu eða þyngdaraukningu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um næringarráðgjöf vegna fitu og fitusýra.
Í sömu skýrslu kemur fram að ekki hafi tekist að færa sönnur á að neysla á fitusnauðri fæðu hafi jákvæð áhrif á magn blóðfitu (þ.m.t. kólesteróls), blóðsykurs, insúlíns eða á blóðþrýsting samanborið við matarræði þar sem neytt er fitumeiri fæðu.
Alþjóðasamtök mjólkuriðnaðarins fagna niðurstöðu nýrrar skýrslu FAO og WHO en prófessor í næringarfræði segir ekki hægt að túlka skýrsluna mjólkurfitu í hag.
– Sjá umfjöllun um málið í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.
www.bbl.is 24.03.2011