-Auglýsing-

Hefur glímt við hjartveiki í rúma hálfa öld

Kjartan og þræðirnirÞað er engum blöðum um það að fletta að nýtt hjartaþræðingatæki er ekki bara bráðnausynlegt heldur kemur það til með að stórauka öryggi þeirra sem þurfa á hjartaþræðingu að halda. Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Kjartan Birgisson hjartaþega sem hefur þurft að fara í þær nokkrar í gegnum tíðina.

Nú stendur yfir söfnun Hjartaheilla og Neistans fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítalans. Kjartan Birgisson hjartaþegi segir nýtt tæki skipta sköpum fyrir þá sem þurfa að glíma við hjartveiki. „Ég hef átt við hjartveikindi að stríða í rétt rúmlega hálfa öld en ég fæddist með hjartagalla,“ segir Kjartan. „Til að byrja með var fylgst með ástandinu með hjartaþræðingum og ég fór í mína fyrstu hjartaþræðingu tólf ára. Fram að því höfðu hjartaþræðingar ekki verið framkvæmdar hér á Íslandi. Ég held að ég hafi farið í að minnsta kosti tíu hjartaþræðingar ef ekki fleiri. Öllum inngripum fylgir viss áhætta en ég legg áherslu á að vera alltaf jákvæður og treysta læknunum.“

Það á enginn að þurfa að bíða

Í dag eru 260 manns sagðir bíða eftir hjartaþræðingu en með nýju tæki er talið að stytta megi biðlistana. „Ég er eiginlega orðlaus yfir því að fólk þurfi að bíða eftir hjartaþræðingu. Það á enginn að þurfa að bíða. Það er búið að meta það svo að hjartaþræðing sé nauðsynleg og maður veit þó ekki hversu alvarlegt ástandið er á meðan beðið er. Er þrengingin 50%, 70% eða 100%? Maður veit það ekki fyrr en maður fær áfall,“ segir Kjartan sem ráðleggur fólki sem þarf að bíða að hika ekki við að hafa samband við lækni sinn finni það minnstu breytingu á líðan sinni.

Túbusjónvarpinu skipt út

„Mikill munur er á gæðum í myndgreiningu nýs hjartaþræðingatækis og þess gamla sem á að skipta út. Það er eins og að vera með svart-hvítt túbusjónvarp annars vegar og háskerpu-flatskjá hins vegar.“
Þá er hjartaþræðingatæki líka lífæð fyrir eftirmeðferð hjartaþega.

- Auglýsing-

„Ef það kemur upp höfnun á nýju hjarta þá er eina leiðin til að staðfesta það að fara í hjartaþræðingu og taka sýni úr hjartanu. Það er því gríðarlega mikilvægt að hjartaþræðingatæki sé í góðu lagi,“ segir Kjartan, sem fékk grætt í sig nýtt hjarta haustið 2010 á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg.

Ári seinna gekk hann á Esjuna og síðasta sumar tók hann þátt í heimsleikum líffæraþega í S-Afríku ásamt nýrnaþegunum Birni Magnússyni og Laufeyju Rún Ármannsdóttur.

Fréttin birtist í Morgunblaðinu í dag.

Tengt efni:

Átak: Styrkjum hjartaþræðina 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-