-Auglýsing-

Háþrýstingur er vaxandi vandi

STREITAN og álagið, sem fylgja daglegu lífi nú á dögum, eru mjög hættuleg heilsunni og munu hugsanlega valda sannkallaðri sprengingu í hjarta- og æðasjúkdómum. Kemur það fram í skýrslu, sem kynnt var á Evrópuþinginu í Brussel.

STREITAN og álagið, sem fylgja daglegu lífi nú á dögum, eru mjög hættuleg heilsunni og munu hugsanlega valda sannkallaðri sprengingu í hjarta- og æðasjúkdómum. Kemur það fram í skýrslu, sem kynnt var á Evrópuþinginu í Brussel.

Í skýrslunni segir, að hár blóðþrýstingur sé vaxandi vandamál en hann endurspegli aftur það mikla álag, sem er á fólki í vinnunni og á heimilinu auk þess að vera afleiðing óhollra lífshátta. Sérfræðingar, sem stóðu að rannsókninni, segja, að nú þjáist fjórði hver fullorðinn maður af of háum blóðþrýstingi og verði ekkert að gert geti það hlutfall farið í 60% á 20 árum. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær.

Í mestri sókn í þróunarlöndum
Sérfræðingarnir segja, að þótt margt sé enn ókannað í þessum efnum, þá sé öllum hollt að hægja aðeins á ferðinni. Reyni fólk ekki að ástunda heilsusamlegt líferni, sé viðbúið, að það, sem áunnist hafi í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma, muni fara fyrir lítið.
Fram kemur, að sjúkdómurinn er í mestri sókn í þeim löndum, sem hafa lagað sig að vestrænu efnahagskerfi, nýju hagkerfunum svokölluðu, Brasilíu, Kína, Indlandi, Rússlandi, Tyrklandi og í Austur-Evrópuríkjunum.

Einn sérfræðinganna, dr. Panos Kanavos, sagði, að það væri misskilningur, að hár blóðþrýstingur hrjáði bara aldrað fólk.

“Ef ekkert er að gert mun hár blóðþrýstingur í fólki á fertugs-, fimmtugs- og sextugsaldri leiða til aukinna hjarta- og æðasjúkdóma og gera margt fólk, sem kalla má í blóma lífsins, að öryrkjum. Vinnuframlag þess mun minnka og opinber aðstoð aukast að sama skapi.

- Auglýsing-

Streita er mikill bölvaldur
Sjúkdómurinn snertir því allt samfélagið,” sagði dr. Kanavos og hvatti til, að reynt yrði að grípa inn í þegar sjúkdómurinn væri á frumstigi og kanna um leið hvað honum ylli.
Á það er bent, að dagleg og stanslaus streita eigi mikinn þátt í of háum blóðþrýstingi og streitan ýtir líka undir óholla lífshætti, lélegt mataræði, reykingar, áfengisneyslu og síðast en ekki síst, allt of litla hreyfingu.

Morgunblaðið 21.04.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-