-Auglýsing-

Háskólasjúkrahús

johannes_m_gunnarsson.jpgJóhannes M. Gunnarsson skrifar eftirfarandi grein í Fréttablaðið 22. Janúar þar sem hann bregst við skrifum Jóns Gunnarssonar Alþingismanns um Hátæknisjúkrahús.
 

Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús”. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús” í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra.
Landspítali er eina skilgreinda háskólasjúkrahúsið hér á landi og hefur sem slíkt það hlutverk að veita þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu í hinum ýmsu greinum heilbrigðisvísinda, þar með talið starfsþjálfun og framhaldsnám. Meðferð sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru samþætt í daglegum störfum á háskólasjúkrahúsum. Kennsla og þjálfun stúdenta þarf stóran og fjölbreytilegan sjúklingahóp og auk þess krefjast þróun og rannsóknir ákveðinnar stærðar (critical mass). Þetta, ásamt vaxandi sérhæfingu, var meginástæða fyrir því að nauðsynlegt var talið að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám hér er útilokað án sameinaðra krafta.
Nýbygging sameinaðs spítala var það fyrirheit sem sátt varð um meðal lækna við sameininguna þar sem með því væri stofnað til nútímalegs háskólasjúkrahúss landsmanna sem hefði nægjanlega burði sem slíkt hvað varðar stærð, fjölbreytileika í þjónustu og vísindalegan grunn. Engu síður er Landspítali lítill sem háskólasjúkrahús. Flest þeirra 100 húsa sem Landspítali starfar nú í á 16 stöðum eru hönnuð fyrir meira en hálfri öld. Viðhald og endurbygging þeirra er mjög dýr. Þrátt fyrir þau fjárútlát fullnægja þessi hús aldrei þörfum nútímans.
Rekstur sjúkrahúss í nýju húsi sem tekur mið af gagnreyndri þekkingu við hönnun spítala sparar 8-10% af rekstrarfé, auk þess liggur 2-3% sparnaður í því að ná starfsemi Landspítala á einn stað. Um er því að ræða 4-5 milljarða króna árlegan sparnað miðað við rekstrarkostnað spítalans á liðnu ári. Þessir útreikningar hafa verið kynntir fjárlaganefnd Alþingis. Við höfum hvorki siðferðilegan rétt til að draga sjúklinga á bættum og öruggari aðbúnaði né efni á því að kasta þessu fé á glæ með því að bíða.

Höfundur er verkefnisstjóri við nýtt háskólasjúkrahús.

Fréttablaðið 22. 01.2009 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-