-Auglýsing-

Getur lágfitumataræði skaðað heilsu þína?

SalatUmfjöllunarefni bloggarans og læknanemans Kristjáns Más Gunnarssonar sem heldur úti vefsíðunni betrinaering.is er lágfitumataræði sem haldið er að almenningi í hinum vestræna heimi.

Kristján liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og styður niðurstöður sínar með rannsóknum sem hann hefur rýnt í. Þetta er fyrri hluti umfjöllunar hans um efnið sem við birtum hér.

-Auglýsing-

Á undanförnum árum hafa margar, stórar langtímarannsóknir sýnt að lágfitumataræði er slæmur kostur.

Ekki aðeins er það gagnslaust, heldur getur það beinlínis verið slæmt fyrir marga.

Hér eru 3 ástæður fyrir því að lágfitumataræði geti skemmt heilsu þína.

1. Lágfitumataræði ýtir undir neyslu á óhollum mat

Þegar neysluleiðbeiningar lágfitumataræðis voru fyrst gefnar út, stukku matvælaframleiðendur strax til.

- Auglýsing-

Þeir vildu að sjálfsögðu framleiða helling af “hjartavænum” lágfitumat og selja fólki sem var annt um heilsuna..

Hins vegar er eitt stórt vandamál með mat sem fitan hefur verið fjarlægð úr… hann er vondur á bragðið.

Af þessari ástæðu bættu matarframleiðendur sykri við í staðinn.

Sykur er ekki fita, hann er kolvetni. Þess vegna getur matvara verið merkt sem “lágfitu” þó hún sé stútfull af sykri.

(Ég ætti að taka fram að leiðbeiningar um lágfitumataræði mæla með að við drögum úr neyslu á unnum sykri, en þær leggja ekki nærri eins mikla áherslu á það og skilaboðin um að draga úr neyslu á “hættulegri” fitu).

Hefðbundið lágfitumataræði (runnið undan rifjum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna, United States Department of Agriculture) mælir með aukinni neyslu á ákveðnum matvælum.

  • Grænmetisolíum: Geta lækkað kólesteról til styttri tíma, en til lengri tíma valda þær skaða og eru mælanleg tengsl á milli neyslu þeirra og aukinna bólga og hjartasjúkdóma (12345).
  • Heilhveiti: Töluverður hluti mannkyns er viðkvæmur fyrir glúteni og finnur fyrir einkennum eins og verkjum, meltingartruflunum, þreytu auk annarra einkenna (678910).

Í grundvallaratriðum er staðan sú að síðan leiðbeiningar um lágftumataræði voru gefnar út hefur fólk aukið neyslu sína á slæmum matvælum eins og sykri, hveiti og grænmetisolíum.

Niðurstaða: Mikið ruslfæði með háu sykurinnihaldi en lágu fituinnihaldi hefur komið á markað. Leiðbeiningar um lágfitumataræði ýta undir neyslu á mat sem veldur okkur skaða.

2. Lágfitumataræði getur hækkað þríglýseríða í blóði

Hækkaðir þríglýseríðar í blóði eru vel þekktur áhættuþáttur varðandi hjarta- og æðasjúkdóma.

- Auglýsing -

Það er líka eitt af einkennum efnaskiptavillu, sem er samansafn einkenna sem talið er að hafi mikil áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og sykursýki 2.

Þegar þríglýseríðar eru hækkaðir er það yfirleitt vegna þess að lifrin er að breyta umfram kolvetnum (sérstaklega frúktósa) í fitu (11121314).

Þar sem lágfitumataræði er líka hákolvetnamataræði getur það aukið þríglýseríð í blóði, og jafnvel aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (1516).

Besta leiðin til að lækka þríglýseríð er að borða á þveröfugan veg eða lágkolvetna, háfitumataræði. Þannig mataræði leiðir til lækkunar á þríglýseríðum í blóði (1718,19).

Niðurstaða: Lágfitumataræði er mjög kolvetnisríkt. Umfram kolvetnum í líkamanum er breytt í fitu í lifrinni, sem veldur því að þríglýseríð hækka, en þau eru mikilvægur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.

3. Lágfitumataræði getur lækkað HDL (góða) kólesterólið 

High Density Lipoprotein (HDL) er oft kallað “góða” kólesterólið.

Það er þekkt að mikið magn HDL í blóði tengist minni hættu á hjartasjúkdómum (3536).

Að borða meiri fitu getur hækkað HDL gildi, á meðan mikil neysla kolvetna getur leitt til lækkunar á HDL (37,3839).

Því kemur ekki á óvart að sjá rannsóknir sem sýna að lágfitu, hákolvetnamataræði leiðir til lækkunar á HDL, sem getur leitt til aukinnar hættu á hjartasjúkdómum (404142).

Ein af mörgum góðum leiðum til að að hækka HDL gildi í blóði er að borðalágkolvetnamataræði (4344).

Niðurstaða: HDL er þekkt sem “góða” kólesterólið og tengist minni hættu á hjartasjúkdómum. Rannsóknir sýna að lágfitumataræði lækkar gildi HDL í blóði.

Seinni hluti greinarinnar birtist svo hjá okkur á morgun. Þá sem þyrstir í að vita meira núna strax geta farið inn á www.betrinaering.is þar sem hægt er að sjá greinina í heild sinni.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-