-Auglýsing-

Gagnrýnir áform um flatan niðurskurð á LSH

„Við fórum yfir allar þær skýrslur sem hafa verið gerðar undanfarin ár og skoðuðum þær tillögur sem komið hafa fram, þannig að okkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni. Við fórum svo yfir tillögurnar með fagfólki, þar á meðal forstjórum sjúkrahúsa, og létum gæðaprófa allar kostnaðartölur. Það liggur því fyrir aðgerðaáætlun með sparnaðartölum sem hægt er að vinna eftir og draga þannig úr þeirri þjónustuskerðingu sem ella þyrfti að ráðast í. En ef farið verður í flatan niðurskurð, án þess að ráðast í þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum lagt til, þá er það hættulegt,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, sem gagnrýnir áform um flatan niðurskurð á starfsemi spítalans. Hún skilaði nýverið af sér aðgerðaáætlun til heilbrigðisráðuneytisins sem hún vann ásamt fleiri sérfræðingum.

Spurð hvað hún eigi við, að flatur niðurskurður sé hættulegur, segir Hulda: „Ég á við að þá þurfi annaðhvort að hætta að veita ákveðna þjónustu eða skera svo niður við nögl, að þegar þörf skapast fyrir þjónustuna, þá er ekki nóg af fólki til staðar til þess að veita hana.“

Í tillögunum felst m.a. að leitað verði til Landspítalans með flóknustu og dýrustu aðgerðirnar, en nærþjónustan verði á öðrum spítölum. „Þeir þjóna þá nærsamfélaginu á góðan hátt,“ segir Hulda. „En það er of kostnaðarsamt að gera flóknar aðgerðir á öllum spítölunum, eins og til dæmis keisaraskurði og áhættufæðingar, og þá er ég að tala um Kragasjúkrahúsin, Akranes, Selfoss, Keflavík og St. Jósefsspítala.“

Morgunblaðið 05.10.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-