-Auglýsing-

Áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma

Hjartaáfall
Hjartaáfall

Á síðasta aldarfjórðungi hefur nýgengi og dánartíðni kransæðastíflu lækkað stórlega á Íslandi og má t.d. þakka þessa lækkun forvörnum að hluta til og gríðarlegum framförum í meðhöndlun þessara sjúkdóma. Þetta þýðir líka að það eru fleiri sem lifa með sjúkdómnum svo áratugum skiptir.

Að hugsa vel um líkama og sál er eflaust besta forvörnin gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Áhættuþættirnir eru margir en flestir sérfræðingar eru sammála um þá helstu: reykingar, slæmt mataræði, hreyfingarleysi, streita og bólgur virðast hafa mikil áhrif á áhættuþætti ásamt fleiru. Þá hefur ættarsagan mikið að segja og því nauðsynlegt að þekkja sína fjölskyldusögu. Flestir þessara áhættuþátta eru einkennalausir og þess vegna er nauðsynlegt að fara í áhættumat til greiningar reglulega.

-Auglýsing-

Áhættuþáttum skipt í tvo flokka

Á heimasíðu Landlæknisembættisins er áhættuþáttum skipt í tvo flokka, því sem hægt er að breyta annarsvegar og þá þætti sem fólk ræður ekki við hinsvegar. Fyrri flokknum tilheyra eftirfarandi atriði: Reykingar, hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, offita, hreyfingarleysi, streita og mikil áfengisneysla. Kyn, erfðir og aldur tilheyra síðan seinni flokknum.

Heilsufarsmælingar

Það er mikilvægt að huga vel að öllum þeim þáttum sem við getum haft áhrif á. T.d. er gott að temja sér hollt mataræði og reglulega hreyfingu frá barnsaldri. Offita og hreyfingarleysi hafa ekki einungis bein áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma heldur geta einnig magnað upp aðra áhættuþætti, s.s. hækkaðan blóðþrýsting og kólesteról. Hægt er að láta mæla blóðþrýsting og kólesteról hjá heimilislækni en einnig hafa sum apótek boðið viðskiptavinum sýnum upp á slíkar mælingar. Rétt er að mæla báða þessa þætti reglulega og oftast eru fyrstu ráð tengd umbótum á matarræði og hreyfingu en líklegt má telja að streita sé vanmetin áhættuþáttur.

Reykingar

Reykingar eru taldar vera einn aðaláhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Þær valda ekki einungis æðakölkun heldur einnig almennri vanheilsu, lungnasjúkdómum og krabbameini. Besta og ódýrasta forvörn reykingarfólks gegn þessum sjúkdómum er því einfaldlega að hætta að reykja.

Hreyfing

Hvað varðar hreyfingu þá sýna rannsóknir að öll hreyfing skiptir máli. Þannig ættu allir að huga að því hvernig þeir geti aukið daglega hreyfingu t.d. með því að ganga til vinnu, nota stiga í stað lyftu, stunda sund o.fl. Mælt er með því að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur 3-4 sinnum í viku.

- Auglýsing-

Mataræði

Hollt mataræði skiptir miklu máli í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma og má þar helst mæla með aukinni neyslu grænmetis og ávaxta á meðan draga skal úr neyslu feitmetis þó að þetta atriði sé umdeilt og telji margir að fitan sé ekki sá skaðvaldur sem margir vilja halda fram, hitt er annað að það er rétt að velja sér fituna sem maður neytir og sama má segja um kolvetning, gæði þeirra eru afar mikilvæg. Einn er sá þáttur sem margir telja að hafi mjög vond áhrif og er stórlega vanmetin, það er sykurinn. Þá er gott að neyta trefjaríkrar fæðu sem og minnka neyslu transfitusýra. Á síðustu árum hefur skapast töluverð umræðan um bólguvaldandi mataræði og skaðsemi þess. Það er ljóst að þetta atriði skiptir verulega miklu máli og mikil vakning hefur orðið varðandi þetta atriði.

Trefjar hægja á upptöku kolvetna í blóðrás og hafa þannig góð áhrif á stjórnun blóðsykurs auk þess sem þær geta lækkað kólesteról í blóði. Neysla trefja getur einnig verið góð varðandi þyngdarstjórnun því þær koma í staðinn fyrir orkuríkari matvæli.

Transfitusýrur myndast þegar fljótandi olía er hert að hluta til en það er gert til að lengja geymsluþol matvöru. Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að transfitusýrur hafa slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og einnig leikur grunur á að mikil neysla þessara fitusýra geti átt þátt í tíðni sykursýki tvö.

Hvað getum við gert sjálf?

Flestir kannast við og upplifa einhverntímann streituna sem fylgir hraða nútímaþjóðfélagsins. Streitan ásamt t.d. félagslegri einangrun getur haft áhrif varðandi áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er algengt að offita og hreyfingarleysi fari saman. Þegar allir þessir helstu áhættuþættir koma saman ásamt streitueinkennum aukast líkur á hjarta- og æðasjúkdómum verulega.

Til að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eða lifa með þeim er nauðsynlegt að huga vel að líkama og sál. Helstu leiðir til að snúa til betri vegar eru að:

  • Fara í reglulega göngutúra
  • Hætta að reykja
  • Fylgjast með blóðþrýstingi
  • Fylgjast með kólesterólgildunum
  • Borða fjölbreyttan og hollan mat, minnka sykur og saltneyslu.
  • Vinna gegn streitu með slökun
  • Vera góð við hvort annað

Eins og áður hefur komið fram er ekki hægt að hafa áhrif á áhættuþætti eins og aldur, kyn og erfðir. Hinsvegar, með því að leggja sitt að mörkum til að vinna gegn öðrum áhættuþáttum sem og fara reglulega í eftirlit svo dæmi sé tekið er hægt að lágmarka áhættuna.

Karlar um 35 ára aldur og konur eftir tíðahvörf ættu að láta mæla hjá sér blóðþrýsting, blóðfitu og blóðsykur, reglulega. Hér er sérstaklega mikilvægt að fólk sem er of feitt, hefur fjölskyldusögu um kransæðasjúkdóma, æðakölkunarsjúkdóma eða skyndidauða, sé undir reglulegu eftirliti. Einnig mæla sérfræðingar með því að einkennalausar konur, 40 ára og eldri, fari í greiningu á fimm ára fresti og að einkennalausar konur yngri en 40 ára, sem hafa ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóma og/eða ættgenga blóðfituröskun, fari reglulega í áhættumat.

Björn Ófeigs.

- Auglýsing -

Gleymdu ekki að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-