-Auglýsing-

Fróðleiksmolar úr Kransæðabókinni

Kransæðabókin
Kransæðabókin

Vissir þú að eðlilegur púls er í kringum 72 slög á mínútu og því slær hjartað um 100 þúsund slög á sólarhring, eða í kringum 2,5 billjónir á meðalævi?

Í hvíld dælir hjartað 5,5 L/mín en allt að 8 L í hvíld hjá vel þjálfuðum íþróttamönnum. Við áreynslu eykst dælugetan margfalt, eða hátt í 20 L/mín, og púlsinn getur slagað hátt í 200 slög/mín. Á sólarhring dælir hjartað því hátt í 10.000 L sem eru hátt í 100 meðalstór baðkör.

Hvað er gáttatif eftir kransæðaaðgerð?

Kransæðahjáveita er umfangsmikil skurðaðgerð og þótt hún sé oft lífsbjargandi, lengi líf og bæti lífsgæði sjúklinga þá geta komið upp vandamál eftir hana. Má þar nefna lugnabólga, sýkingar í skurðsárum og nýrnabilun. Algengast er þó gáttatif/flökt, en þá slá gáttir hjartans ekki í takt við sleglana sem dæla blóðinu til lungna og líffæra líkamans. Sumir sjúklingar finna fyrir óverulegum einkennum á meðan aðrir kvarta undir mæði og þreytu, enda getur hjartað ekki náð hámarksdæluvirkni við gáttatif. Allt að þriðji hver sjúklingur fær slíka hjartsláttartruflun eftir kransæðahjáveitu og er fyrirbærið nær alltaf tímabundið, kemur á öðrum til þriðja degi eftir aðgerð og stendur nokkrar klukkustundir eða sólarhring. Meðferðin felst í lyfjagjöf en einstöku sinnum verður að beita rafvendingu sem er gerð í örstuttri svæfingu. Gáttatif er greint með hjartalínuriti en á Landspítala eru sjúklingar hafðir í sírita fyrstu 5–6 sólarhringana eftir aðgerð svo hægt sé að grípa inn í strax með lyfjagjöf ef hjartsláttaróreglu verður vart.

Yfir 7.000 hjartaaðgerðir á Íslandi frá 1986 – og mjög góður árangur

Vissir þú að fyrsta hjartaaðgerðin var gerð á Íslandi í júní 1986 og síðan hafa verið gerðar um 7.000 opnar hjartaaðgerðir á Landspítalanum? Fyrir þann tíma voru sjúklingar sendir til Englands og Bandaríkjanna sem var mikið óhagræði fyrir þá og fjölskyldur þeirra. Langflestar aðgerða hér á landi eru kransæðahjáveituaðgerðir þar sem sjúklingar með alvarlegan kransæðasjúkdóm fá „nýjar“ kransæðar sem eru bláæðar frá ganglimum eða slagæðar á innanverðu brjóstholi, og þær síðan tengdar fram hjá stíflunum. Árangur þessara aðgerða er mjög góður hér á landi og rúmlega 98% sjúklinga lifa aðgerðina af. Langtímaárangur er einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða. Það er því óhætt að segja að það hafi verið mikið gæfuskref að taka upp opnar hjartaaðgerðir hér á landi. Meiri fróðleik um kransæðaaðgerðir er að finna í Kransæðabókinni.

Er rauðvín gott fyrir hjartað? – Mótsagnakennd tengsl alkóhóls við heilsu.

Það er staðreynd að áfengi í hófi, þá sérstaklega rauðvín, getur verndað gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Málið er að margir eiga erfitt með að finna út hvað er hófleg neysla. Ofneyslu alkóhóls ber að varast þar sem áfengi í óhófi eykur m.a. hættu á háþrýstingi, hjartabilun og gáttatifi. Eru þá ekki taldir með sjúkdómar eins og skorpulifur og áfengissýki sem hljótast af ofneyslu áfengis.

Heimild: Kransæðabókin

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-