-Auglýsing-

Flux gegn munnþurrki

Kynning. Munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram vegna ýmissa sjúkdóma, sem aukaverkun við lyfjanotkun, vegna mikils álags, með hækkandi aldri og ef borðað er of lítið af munnvatnsörvandi mat.

Munnþurrkur er algengt vandamál hjá þeim sem taka lyf að staðaldri auk þess að vera fylgifiskur margra langvinnra sjúkdóma.

Munnvatn smyr munnslímhúðina og hjálpar meðal annars til við að tyggja, tala og kyngja. Munnvatn ver slímhúðina fyrir sýkingum og hlutleysir sýrur. Það hjálpar líka til við sjálfhreinsun tannanna. Skortur á munnvatni eykur svo hættu á sýkingum í slímhúð, sérstaklega sveppasýkingum. Þá eykst hætta á tannskemmdum og skemmdir geta orðið á tönnum og tannflötum sem annars skemmast sjaldan. Einnig eykst hætta á skemmdum á rótaryfirborði tanna. Tannskemmdir geta því orðið mjög miklar á stuttum tíma, en Flux Dry Mouth-vörurnar hafa verið þróaðar til að vinna gegn munnþurrki. Til gamans má geta þess að tannheilsa skiptir máli þegar kemur að hajrta og æðasjúkdómum.

Mín reynsla

Undirritaður er einn af þeim sem finna fyrir munnþurrk flesta daga. Ég er því sífellt að leita að lausnum sem geta gert mér lífið þægilegra á þessu sviði. Ég tek inn mikið af lyfjum vegna ýmissa sjúdóma eins og hjarta og æðasjúkdóma og Sjögren meðal annars og þvíáríðandi að vera með góða lausn til að fyrirbyggja tannskemmdir eða sýkingar í munnholi. Ég ákvað því að gera mína eigin tilraun og reyna Flux vörurnar á eigin skinni eða kannski heldur munni. Þessi tilraun er ekki vísindaleg en virkaði vel fyrir mig leikmanninn. Flux eru semsagt í stuttu máli munn og tannheilsuvörur sem þróaðar eru í Svíþjóð í samvinnu við tannlækna þar í landi

Þar sem munnþurrkurinn var mér hugleikin varð ég mér úti um nokkrar vörur frá Flux og það voru Flux Dry Mouth Gel, Flux Dry Mouth Rinse og svo Flux drops. Allt eru þetta vörur sem hafa þann tilgang að örva munnvatnskirtlana.

Dry Mouth Gel

Fyrst prófaði ég gelið. Ég geymdi það á náttborðinu hjá mér þar sem ég er gjarnan með töluverðan munnþurrk á nóttunni. Persónulega fannst mér gelið pínu skrítið í upphafi en það vandist furðufljótt og fannst mér það virka vel framan af nóttinni en ég rumskaði gjarnan til að fá mér meira þegar leið að morgni.

Nánar um Flux Dry Mouth Gel

Flux Dry Mouth Gel er gel sem örvar munnvatnsframleiðslu þegar þú finnur fyrir þurrk í munni. Það gefur raka og smyr slímhúðina og getur komið í veg fyrir tannskemmdir þar sem gelið inniheldur flúor. Þessa vöru er tilvalið að geyma á náttborðinu og nota ef þú vaknar við munnþurrk t.d á nóttunni.

- Auglýsing-

Flux Dry Mouth Rinse -Munnskol

Næst í röðinni hjá mér var Flux Dry mouth Rinse sem er munnskol. Ég er gjarnan þurr í munninum á morgnanna og undir þeim aðstæðum prófaði ég munnskolið. Bragðið var ferskt og það var svolítið eins og það ýtti við munnvatnskirtlunum og mér fannst ég ferskari í munninum og þorsti ekki sækja jafn hratt að mér eins og oft áður.

Nánar um Flux Dry Mouth Rinse

Flux Dry Mouth Rinse er munnskol sem örvar munnvatnsframleiðslu þegar þú finnur fyrir þurrk í munni. Munnskolið gefur raka og smyr slímhúðina og getur komið í veg fyrir tannskemmdir þar sem munnskolið inniheldur hátt flúorinnihald. Flux er þróað í Svíþjóð í nánu samstarfi við tannlækna.

Flux Drops -Munnsogstöflur

Að lokum prófaði ég Flux Drops. Þarna hitti ég á það sem mig vantar svo oft yfir daginn. Sykurlausar munnsogstöflur með mildu frískandi bragði. Hver kannast ekki við það að vera í seinna lagi á mannamót eða læknatíma, stoppa fyrir utan og vera að skrælna í munninum. Þá eru Þessir geggjaðir og ég er alltaf með pakka í bílnum. Stærðin alveg mátuleg og og munnvatnskirtlarnir taka vel við sér. Algjör snilld.

Nánar um Flux Drops

Flux drops eru frískandi sykurlausar munnsogstöflur sem endast lengi í munni. Innihalda vínsýru sem örvar munnvatnsframleiðslu. Töflurnar innihalda einnig flúor. Taka skal töfluna þegar þörf er á en að hámarki 10 töflur á dag. Óhófleg neysla getur haft hægðalosandi áhrif.

Að lokum

Í heildina litið var ég mjög sáttur við þessa tilraun. Mér finnst gelið vera pínu skrítið en það virkar. Munnskolið er mjög frískandi og mér finnst þessi vara mjög skemmtileg og þá helst á morgnanna til að koma munnvatnskirtlunum vel inn í daginn.

Varan sem stendur samt upp úr er klárlega munnsogstöflurnar. Gott bragð, mátuleg stærð og alveg þrælvirkar. Mjög sáttur.

Pistillinn er unnin í samvinnu við Alvogen umboðsaðila Flux.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-