-Auglýsing-

Fjórðungur greiddur í yfirvinnu

Fjórðungur launa hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum er greiddur í yfirvinnu. Ef vaktalaunum og öðrum launum er aftur á móti bætt við nema greiðslurnar um þriðjungi af heildarlaunagreiðslum hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar fengu greiddar rúmar 320 milljónir króna í yfirvinnu á Landspítalanum í fyrra. Heildarlaunagreiðslur hjúkrunarfræðinga voru aftur á móti rétt tæpir 1,4 milljarðar króna.

Til samanburðar eru 14 prósent af heildarlaunagreiðslum á Landspítalanum greidd sem yfirvinna, 15 prósent sem vaktalaun og 3 prósent sem önnur laun. Heildarlaunakostnaður á Landspítalanum var rétt tæpir 24,5 milljarðar króna í fyrra.

-Auglýsing-

Íhuga yfirvinnubann
Félag íslenskra hjúkrunarfræðingar íhugar nú að grípa til yfirvinnubanns vegna seinagangs í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd ríkisins. Fulltrúar beggja aðila funduðu í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun um málið án árangurs. Næsti fundur verður ekki haldinn fyrr en eftir hálfan mánuð. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað til atkvæðagreiðslu meðal félaga sinna um hvort grípa skuli til yfirvinnubanns þann 10. júlí náist samningar ekki. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni liggi fyrir þann 23. júní.

Af yfirvinnugreiðslum á Landspítalanum má glöggt sjá hversu mikil áhrif yfirvinnubann myndi hafa á starfsemi margra heilbrigðisstofnana landsins. Á Landspítalanum má gera ráð fyrir því að neyðaráætlun taki við verði af yfirvinnubanninu. Stutt er frá því að svipað ástand var uppi á Landspítalanum vegna óánægju skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga með fyrirhugaðar vaktabreytingar þar. Ætluðu tæplega hundrað hjúkrunarfræðingar þá að láta af störfum. Ef hefði orðið af uppsögnunum hefðu einungis bráðaaðgerðir verið gerðar á Landspítalanum. Að sögn stjórnenda Landspítalans voru vaktabreytingarnar aftur á móti fyrirhugaðar til að minnka vinnulotur hjúkrunarfræðinga.

www.dv.is 10.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-