-Auglýsing-

Fimm þúsund greinst með gáttatif

iStock 000005519763 ExtraSmallFimm þúsund Íslendingar hafa greinst með hjartasjúkdóminn gáttatif og talið er að um eitt prósent heilbrigðisútgjalda á Vesturlöndum sé komið til vegna sjúkdómsins. Gáttatif er takttruflun í gáttum hjartans og getur valdið segamyndun og jafnvel heilaáfalli.

“Sjúkdómurinn getur haft alvarlegar afleiðingar og er oft á tíðum erfiður í meðhöndlun,” segir Davíð O. Arnar, læknir á Landspítalanum. Davíð hlaut á dögunum verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði fyrir framúrskarandi árangur á sviði vísindarannsókna á gáttatifi. Verðlaunin eru þau stærstu sem eru veitt í heilbrigðisvísindum hérlendis. Davíð segir að sér og samstarfsfólki sínu hafi verið sýndur mikill heiður með verðlaunaveitingunni.

“Okkur er sýndur mikill heiður með verðlaununum og það eflir okkur óneitanlega að fá slíka viðurkenningu. Þetta gerir okkur jafnframt kleift að stunda mikilvægar rannsóknir á sjúkdóminum áfram,” segir Davíð.

Sjúkdómurinn er greindur við ákveðin einkenni en einnig kemur fyrir að hann sé greindur fyrir tilviljun og þá hjá fólki sem er einkennalaust. “Þetta getur verið mjög lúmskt. Við styðjumst við skilmerki um áhættuhópa en til þess þurfum við líka að vita meira um þá hópa. Við þurfum einnig að skilja betur forsendur sjúkdómsins til þess að þróa megi betri lyf en þau sem í boði eru.”

Hverjir eru í áhættuhópi? “Þeir sem eiga nákominn ættingja sem hefur greinst með gáttatif eru til að mynda í nær tvöfaldri áhættu á að fá sjúkdóminn sjálfir. Ef nákominn ættingi hefur greinst með sjúkdóminn fyrir sextugt er áhættan allt að fimmfalt hærri,” segir Davíð. Hann segist jafnframt sjá fram á að algengi gáttatifs geti aukist um allt að þriðjung á næstu þremur til fjórum áratugum. “Ástæða þess er fyrst og fremst öldrun þjóðarinnar, en gáttatif greinist oftast hjá þeim sem eldri eru.”

maria@frettabladid.is

- Auglýsing-

Fréttablaðið 24.04.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-