-Auglýsing-

Færir Landspítalanum 30 milljónir króna að gjöf

Bent Scheving Thorsteinsson hefur fært Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi 30 milljónir króna að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni. Markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir og ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjarta- og lungnalækninga.

Sjóðurinn tekur formlega til starfa í dag en Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, Uggi Agnarsson, hjartalæknir og Þórarinn Arnórsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, skipa fyrstu stjórn sjóðsins. Áætlað er að tekjur sjóðsins byggi í framtíðinni aðallega á framlögum utanaðkomandi aðila og á hvers konar styrkjum, gjöfum og vaxtatekjum.

Bent Scheving Thorsteinsson er fæddur í Árósum í Danmörku árið 1922. Foreldrar hans voru Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, lyfsali, og Guðrún Sveinsdóttir. Bent hefur sitið í stjórnum margra hlutafélaga og sinnt trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög. Eiginkona hans er Margaret Ritter Ross Wolfe frá Bandaríkjunum.

Fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum að Bent færi spítalanum þessa gjöf sem þakklæti fyrir frábæra umönnun hjartalækna og hjarta- og lungnaskurðlækna.

www.visir.is 04.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-