-Auglýsing-

Er botninum náð á Landspítalanum?

LandspítaliVonandi er botninum náð. Ég verð þó að játa að mér finnst stundum eins og stjórnmálamenn átti sig ekki á því að tíminn er dýrmætur og það er mikilvægt að það fari að koma eitthvað frá stjórnvöldum sem er fastara í hendi en innantóm loforð í umræðuþáttum. Fréttastofa RÚV var með umfjöllun um málið í vikunni.

Starfshópur lækna sem vinnur að hugmyndum um endurskipulagningu lyflækningasviðs Landspítalans er langt kominn með tillögur til bóta. Læknir sem er í forsvari fyrir hópinn segir að fólk verði að fá að vita hvort viðreisn Landspítalans sé hafin.

Starfshópurinn var skipaður í september þegar heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans kynntu aðgerðir til að byggja undir lyflækningasviðið því það hefur komið einna verst út úr niðurskurði undanfarinna ára. Hópurinn á að skila hugmyndum í lok nóvember. Lyflækningar á spítalanum eru í tveimur húsum, bráðastarfsemin líka og því skiptast vaktir unglækna og sérfræðinga líka á tvö hús. Af þessu er mikið óhagræði. Friðbjörn Sigurðsson, yfirlæknir almennra lyflækninga á LSH, segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það er spurningin hvort ekki þurfi plan B fyrst ekkert bólar á nýju sjúkrahúsi, það er það að stokka upp í starfsemi í húsunum á ný. Þetta verður kostnaðarsamt og þetta verður ófullnægjandi, því miður,“ segir Friðbjörn.

Vaktabyrði unglækna á lyflækningasviði var orðin of mikil og hafa margir þeirra hætt. Verið er að kanna hvernig hægt sé að gera starfið eftirsóknarvert á ný. Hugmyndir eru um að endurskipuleggja námsferlið og breyta vöktum. Athuga á hvort hægt sé að fækka starfsfólki sem vinnur á nóttunni og hvort aðrir en unglæknar geti tekið næturvaktir. „Mörg sjúkrahús erlendis leystu þetta með því að fá utanaðkomandi inn á vaktirnar og þá oft reynda lækna sem eru starfandi í bænum hvort það myndi takast hér verður bara að skoða,“ segir Friðbjörn.

Hann segir metnað fyrir því innanhúss að byggja starfsemina upp á ný. „Ég held að við þurfum þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið og við þurfum yfirlýsingu stjórnvalda núna um að botningum sé náð og nú sé viðreisn Landspítalans hafin.“ Miklu máli skipti að vita að botninum sé náð. „Við erum búin að ræða við fjöldan allan af starfsmönnum hér innanhúss og það eru allir tilbúnir að vera hér og leggja sitt af mörkum ef þeir fá vitneskju um það að viðreisn Landspítalans sé hafin. Fólk er ekki tilbúið að taka þátt í frekari hruni Landspítalans.“

Friðbjörn tekur sem dæmi að sér bjóðist að fara til Filippseyja og taka þátt í uppbyggingastarfi þar. „Ég myndi miklu frekar vilja taka þátt í uppbyggingu þar heldur en að halda áfram að vinna í hruninu hér.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-