-Auglýsing-

Enn um ferðalög

FurixÉg er kominn heim og ég verð að játa að það var ólýsanleg tilfinning að halla höfðinu á nýþveginn koddann kvöldið sem ég kom heim.
Ég hef alla tíð notið þess að ferðast en það er ekkert betra en að koma heim, heim til konu og barna, heim þar sem hjartað býr. Mér þykir vænt um og ég elska fjölskyldu mína þó ég verði að viðurkenna að mér ferst það misvel úr hendi að koma þeim skilaboðum til skila svo vel sé. En hvað um það ástin er fölskvalaus og með fjölskyldunni minni vil ég vera og eyða þar flest öllum stundum, hvergi líður mér betur.

En aftur að ferðalaginu, það gekk vel en var engu að síður dálítið erfitt eins og yfirleitt þegar ég er að fljúga. Eins og ég nefndi í einum af fyrri pistlunum mínum um ferðalög þá gera einfaldar athafnir eins og að fara á salerni í flugi gera mig lafmóðan og það er satt best að segja frekar þreytandi. En svona er þetta og því verður ekki breytt, alla vega ekki í bráð.

Ég hef það fyrir vana þegar ég er að fljúga að taka ekki pissutöflurnar mínar en það er gælunafnið á þvagræsilyfjunum mínum, Því það er mín reynsla að færri klósettferðir meðan á flugi stendur því betra. þetta þýðir hinsvegar alltaf svolitla sveiflu í þyngdinni, það sest á mig bjúgur og að þessu sinni bætti ég á mig rúmum fjórum kílógrömmum sem ég er svo að dunda mér við að pissa út þessa næstu daga eftir heimkomuna með dyggri aðstoð pissutaflnanna minna.
Þetta er óþægilegt en venst eins og flest annað og ég er þakklátur fyrir það að þessu sinni eru aukaslög ekki að hrekkja mig að neinu verulegu marki eins og svo oft áður.

Kv. Björn

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-