-Auglýsing-

Ef þú sleppir morgunmatnum eykur þú líkurnar á hjartasjúkdómum

MorgunmaturÞeir sem sleppa því að borða morgunmat ættu kannski að hugsa sig um því niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það eykur líkurnar á hjartasjúkdómum um 27 prósent.

Það voru vísindamenn vð Harvard School of Public Health í Boston sem gerðu rannsóknina og rannsökuðu þeir 27.000 menn á sextán ára tímabili. Þeir komust að því að þegar menn borða ekki morgunmat þá eykst magn blóðfitu og insúlíns og blóðþrýstingurinn eykst.

-Auglýsing-

Þegar litið er framhjá ýmsum áhrifaþáttum eins og líkamlegri hreyfingu, svefni, matarvenjum og þyngd fólks þá stendur eftir að líkurnar á að menn látist af völdum hjartasjúkdóms eða hjartaáfalls eru 27 prósentum meiri en hjá þeim sem borða morgunmat. Leah E. Cahill, sem stýrði rannsókninni, sagði að ef menn borða ekki morgunmat þá heldur föstuástand líkamans áfram og með tímanum veldur það streytu fyrir líkamann. Þetta geti síðan aukið blóðfituna, valdið sykursýki og hækkað blóðþrýsting og allt geti þetta verið þættir sem valda hjartasjúkdómum.

Sænska ríkisútvarpið bendir á að föstukúrar séu vinsælir þessa dagana, til dæmis 5:2 aðferðin þar sem fólk fastar í tvo daga af hverjum fimm. Sumir vísindamenn hafa sagt að það sé gott fyrir líkamann að fasta og að það auki varnir hans gegn krabbameini og sykursýki. Leah Cahill segir að þetta sé ekki rétt og að það sé alls ekki hollt að fasta því það reyni á líkamann og sagðist hún ekki mæla með að menn fasti. Hún sagði að þó að matur eins og svínaflesk væri ekki hollur væri jafnvel betra að borða það í morgunmat en að sleppa morgunmatnum.

Í þessari rannsókn voru aðeins karlmenn í úrtakinu og næsta skref er að rannsaka hvernig það virkar á konur að sleppa morgunmat.

Frá þessu er sagt á Pressan.is í dag

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-