-Auglýsing-

Dagarnir á Landspítalanum

Mynd/ Eydís Eyjólfsdóttir
Mynd/ Eydís Eyjólfsdóttir

Dögunum mínum hér á Landspítalanum fer fjölgandi en hér hef ég nú verið óslitið á hjartadeildinni í rúmar tvær vikur en þar á undan hafði ég verið hér í eina viku, prófað að fara heim í átta daga en það gekk ekki upp.

Ég er lélegur til heilsunnar og hjartað mitt er þreytt. Í fyrradag kom staðfesting frá Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg að þangað ætti ég að vera mættur 1. júní til rannsókna.
Að þessu sinni á að leggja mat á það hvort ég sé kandídat í hjartaígræðslu og ef svo er þá fari ég á biðlista eftir nýju hjarta. Eins og staðan er núna er von mín sú að ég fái nýtt hjarta.

En þetta er langhlaup og erfiður vegur að feta og svo gæti það líka gerst að ég kæmist ekki á biðlistann og þá veit ég satt best að segja ekki alveg hvað tekur við. Ég veit það hinsvegar að við tökum því sem að höndum ber.

Ég veit að það eru margir fyrir utan vini og fjölskyldu sem fylgjast með úr fjarskanum og fyrir það er ég þakklátur. Ég er líka ótrúlega þakklátur fyrir hjúkrunarfólkið hér á hjartadeildinni en það hefur reynst mér ótrúlega vel og stutt mig með ráðum og dáð.

En núna styttist í nóttina og á morgun kemur nýr dagur en í minni stöðu þá tökum við einn dag fyrir í einu.

Björn Ófeigsson

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....

Konur, kvíði og hjartasjúkdómar

Eins ótrúlega og það hljómar þá fara konur oft á tíðum verr út úr hjartavandamálum en karlar og þær virðast stundum lenda í því...
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-