-Auglýsing-

Breytileiki í geni veldur ósæðarkölkun

iStock 000017324827XSmallVísindamenn hjá Hjartavernd hafa fundið breytileika í geni sem veldur kölkun og þrengingum í ósæðarlokum hjartans. Þeir sem eru með erfðabreytileikann eru tvöfalt líklegri til að fá sjúkdóminn.

Sagt er frá rannsókn vísindamanna Hjartaverndar og Háskóla Íslands í samvinnu við alþjóðlegt teymi vísindamanna í nýjasta hefti New England Journal of Medicine sem er eitt virtasta læknisfræðitímarit í heimi.

Ósæðarþrengsli er hjartasjúkdómur sem hrjáir um 2% þeirra sem eru 65 ára og eldri og eykst tíðni sjúkdómsins verulega með aldrinum. Sjúkdómurinn er mjög hamlandi fyrir fólk því hjartað getur ekki pumpað blóði eðlilega út í líkamann.

„Það verður alltaf erfiðara og erfiðara. Hjartavöðvinn þykknar og veikist og fólk fær hjartabilun og oft er eina úrræðið einhverskonar inngrip,“ segir Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar.

6900 manns tóku þátt í rannsókninni og þar af 3000 Íslendingar, sem tekið hafa þátt í öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Erfðabreytileikinn í geninu hækkar magn ákveðins fitupróteins í blóðinu. „Og þetta prótein hefur verið tengt við kransæðasjúkdóm og hefur verið tengt við ósæðalokuþrengsl þótt aldrei hafi tekist að sýna fram á orsakasamband þar fyrr en núna í þessari rannsókn.“

Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta því í fyrsta sinn að þessi erfðabreytileiki í geninu veldur kölkun í ósæðarloku og ósæðarþrengslum. Þeir sem eru með þennan breytileika eru í tvöfalt meiri hættu á fá sjúkdóminn. „Við skiljum núna kannski einn þann fyrsta þátt sem á þátt í þessari þrengingu og það gerir okkur kleift að fara ákveðnar brautir í því að finna meðferð,“ segir Vilmundur.

- Auglýsing-

Hægt er að sjá myndskeið með fréttinni hérna

www.ruv.is  08.02.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-