-Auglýsing-

Bráðamóttöku lokað við Hringbraut

Bráðamóttöku á 10D á Landspítala Hringbraut verður lokað í núverandi mynd klukkan 08:00 fimmtudaginn 8. apríl 2010.  Sameinuð bráðamóttaka á G2 í Fossvogi verður opnuð um leið.

Áfram verður opið við Hringbraut fyrir sjúklinga með hjartavandamál  fimmtudaginn 8. apríl og föstudaginn 9. apríl til klukkan 16:00. Vegna vöktunartíma verður hætt að taka við sjúklingum klukkan 12:00 þann dag þótt mögulegt verði að koma með þá sem eru í hjartastoppi eða STEMI til klukkan 15:00

Hjartamiðstöð opnuð við Hringbraut

Ný hjartamiðstöð verður opnuð á Landspítala Hringbraut klukkan 08:00 þriðjudaginn 13. apríl 2010. Hún verður á 10D og 10W.

Hjartamiðstöð LSH mun sinna bráðaþjónustu, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu við hjartasjúklinga. Á hjartamiðstöðinni verður tekið á móti öllum ef grunur er um bráð hjartavandamál. Til þeirra teljast meðal annars brjóstverkir, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjartastopp.

Hjartamiðstöð verður opin allan sólarhringinn frá klukkan 08:00 á mánudagsmorgni til klukkan 20:00 á föstudagskvöldi. Vegna nauðsynlegs vöktunartíma munu allir með grun um bráð hjartavandamál fara í Fossvog frá klukkan 14:00 á föstudögum. Mögulegt verður þó að koma með þá sem eru í hjartastoppi eða STEMI til klukkan 19:30. á föstudögum til að flýta fyrir að þeir komist sem fyrst í hjartaþræðingu ef þess er þörf.

- Auglýsing-

Skylt efni:
Bráðamóttaka opnuð í Fossvogi 8. apríl

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-