-Auglýsing-

Blés lífi í farþega

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is 

Ólöf Ólafsdóttir, vagnstjóri hjá Strætó bs., bjargaði lífi farþega með hjálp tveggja stúlkna á leið sex fyrir stuttu. Vagninn var á leið eftir Hringbraut í austurátt. „Þegar vagninn var kominn til móts við Landspítalann datt maðurinn allt í einu niður og hafði þá fengið hjartastopp,“ segir Ólöf. Hún hringdi á sjúkrabíl og hóf blástur og hjartahnoð með aðstoð stúlknanna tveggja.

„Mér fannst tíminn standa kyrr. Sjúkrabíllinn ætlaði aldrei að koma,“ segir Ólöf um þær mínútur sem þær stöllur hnoðuðu manninn. Hún tekur þó fram að í rauntíma hafi sjúkrabíllinn komið fljótt. Farið var með manninn beint í aðgerð á bráðamóttöku Landspítalans. „Mér var sagt að ég hefði gert allt rétt en það væri mjög ólíklegt að maðurinn lifði þetta af. Sem betur fer gekk aðgerðin vel og maðurinn var útskrifaður af spítalanum tveimur dögum seinna. Ég sá hann svo á gangi fyrir stuttu svo hann virðist vera sprelllifandi en það er algjör tilviljun,“ segir Ólöf.

„Ég varð fyrir vægum súrefnisskorti sjálf og fékk aðhlynningu á spítalanum ásamt áfallahjálp. Svo var ég send heim. Þetta var auðvitað mikið sjokk en ég er ánægð með að hafa haldið ró minni og getað hugsað skýrt,“ segir Ólöf.

„Það er bæði sálrænt og líkamlegt átak að bjarga manneskju. Fólk er oft töluverðan tíma að jafna sig. Sérstaklega ef það hefur þurft að beita hjartahnoði, en það er mjög líkamlega erfitt. Á námskeiðum hjá okkur eru flestir búnir á því eftir 1-2 mínútur, en þegar á reynir heldur fólk lengur út,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum.

Steindór Steinþórsson, yfirmaður akstursdeildar hjá Strætó bs., segir skyndihjálp vera hluta af meiraprófsnáminu og því eigi allir vagnstjórar að hafa slíka kunnáttu. Þó hafi fyrirtækið ákveðið í haust að hefja endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp í samstarfi við slökkviliðið til að hressa upp á þekkinguna.

- Auglýsing-

24 stundir 19.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-