-Auglýsing-

Bið eftir hjartaþræðingu styttist

Biðlisti vegna hjartaþræðinga hefur styst verulega. Að sögn yfirlæknis á hjartadeild Landspítala má rekja það til nokkuð aukinnar fjárveitingar, sem hefur gert starfsfólki kleift að gera fleiri þræðingar utan dagvinnutíma og skipuleggja betur vinnuna á dagtíma. Frá sama tíma í fyrra hefur sjúklingum á þessum biðlista fækkað út 235 í 184 og þeim sem beðið hafa 3 mánuði eða lengur hefur fækkað um helming eða úr 119 í 61.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Landlæknisembættinu um biðlista eftir aðgerðum á sjúkrahúsum hér á landi miðað við 1. júní. Aldrei áður hafa verið gefnar út tölur svo skömmu eftir viðmiðunardagsetninguna. Þá telst einnig markvert að nú sendir St. Jósefsspítali í Hafnarfirði tölur í fyrsta sinn. Skiptir það einkum máli fyrir tvær tegundir biðlistaaðgerða, sem þar eru gerðar í talsvert miklum mæli, annars vegar aðgerðir á augasteini, en hins vegar kvensjúkdómaaðgerðir, að því er segir á vef Landlæknisembættisins.

Styttri bið eftir brjóstaminnkun
Meðal annarra biðlista sem halda áfram að styttast má nefna listann á háls-, nef- og eyrnadeild og lista lýtalækningadeildar vegna brjóstaminnkunaraðgerða, en þar er í raun ekki um eiginlegar lýtaaðgerðir að ræða heldur aðgerðir vegna mikilla álagseinkenna sem konur hafa af mjög stórum brjóstum.

Eins og áður bíður allstór hópur fólks eftir aðgerð vegna skýs á auga. Nýlega gerði heilbrigðisráðherra samning við augnlæknastofur um þessar aðgerðir, en áhrifa þess er varla farið að gæta á listum sjúkrahúsanna enn sem komið er.

Biðlisti eftir gerviliðaaðgerðum lengist
Eini biðlistinn sem lengist svo nokkru nemur er vegna gerviliðaaðgerða á hnjám. Fjöldi þessara aðgerða eykst jafnt og þétt. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar verður fólk æ þyngra og því fylgja aukin álagseinkenni í hnjám og hins vegar verða aðgerðirnar sífellt öruggari þannig að breiðari aldurshópur fer í slíkar aðgerðir.

www.mbl.is 27.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-