-Auglýsing-

Baráttan um mataræðið

iStock 000013825436XSmallÁ undanförnum misserum hafa birst margir pistlar og reynslusögur af hinu og þessu mataræðinu og hverjum þykir sinn fugl fagur. Megnþorri þessara pistla eru mjög fróðlegir þó nálgunin sé mjög mismunandi. 

Ekki er ég sérfræðingur í næringarfræði en ég elska mat. Ég er semsagt mikill matmaður og finnst gaman að fræðast um mataræði og sjá hvort ég finni ekki hið fullkomna mataræði sem hentar mér.

-Auglýsing-

Þetta held ég sé lykilatriði fyrir alla, finna það sem passar hverjum og einum. Ég hef allt mitt líf verið dálítið þykkur, sumir myndu segja feitur en ég tek því frekar stinnt upp þegar því er komið að..en sennilega er það mjög nærri sannleikanum.

Ég semsagt þarf að hugsa um vigtina og vera meðvitaður um hvar hún stendur og sennilega væri meiri hreyfing góður kostur. En málið er ekki alveg svona einfalt. Ég er hjartabilaður, afkastageta hjartans er verulega skert sem takmarkar töluvert möguleika mína á hreyfingu.

Þetta gerir það að verkum að mataræði er mér mikilvægt til að hafa stjórn á vigtinni og ég veit að þegar upp er staðið þá snýst þetta að verulegu leiti um magnið sem fer inn og heilbrigða skynsemi.

Leiðirnar

- Auglýsing-

Ég veit t.d. að sykur er ekki góður, gos er ekki gott, skyndibiti er ekki góð hugmynd og ég geri mér grein fyrir því að stífir megrunarkúrar sama nafni sem þeir nefnast séu kannski ekki alltaf besta hugmyndin. Lífsstílsbreytingar séu aftur móti af hinu góða til lengri tíma liðið. Hafandi þetta í huga má vera að gott sé að byrja á skilvirkum kúr á leið sinni í lífsstílinn.

Þetta getur þó verið flókið hjá þeim hópi fólks sem vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum þarf hjálp til að finna sína leið að settu marki. Til að hjálpa þessu fólki eru til sérfræðingar, bæði sálfræðingar, læknar og næringarfæðingar sem sérþekkingu hafa á þörfum og lausnum fyrir þennan fjölbreytta hóp.

Ég er þó á því eins og reyndar kemur fram hjá Axel F. Sigurðssyni hjartalækni hér annarsstaðar á síðunni að það sé mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum og vafasamt sé að alhæfa um hvað hentar fjöldanum.

Ég lyfti brúnum síðastliðinn vetur þegar ég sá bók um lágkolvetnamataræði og sá í hendi mér að þarna væri komin góð leið sem gæti hentað mér, ég er jú mikið fyrir kjöt, egg, rjóma og smjör sem mér hefur alltaf fundist vera undirstaða góðra máltíða.

Umræðan sem fylgt hefur í kjölfar útgáfu þessarar bókar hefur mér fundist merkileg. Gagnrýni hefur dunið á höfundi bókarinnar og verð ég að segja að hún er á köflum ósanngjörn og þá ekki síst gagnvart þeim sem hafa tileinkað sér þetta mataræði, almenningur er ekki fávís og stórkallalegar yfirlýsingar er ekki leiðin til að ná til fólks. Fyrir þann hóp sem þetta passar er þetta gott mál en hinir verða að finna sínar leiðir eða að fá aðstoð til þess.

Landlæknir hefur líka blandað sér í umræðuna sem er gott. Það verður þó að viðurkennast að eins og víða hefur verið bent á eru upplýsingar lýðheilsustöðvar í endurskoðun og ekki ólíklegt að á þeim verði einhverjar breytingar, enda væntanlega orðnar úreltar eftir fjörutíu ára notkun. Ekki þá kannski síst ofbeldið sem ríkt hefur gagnvart eggjum sem við höfum skrifað um hér á hjartalif.is

Það liggur fyrir að lágkolvetnamataræðið hentar ákveðnum hópi fólks og Sænskir sérfræðingar hafa komist að því að það sé besta leiðin til að léttast til skamms tíma fyrir ákveðna hópa fólks. Miðjarðarhafsmataræðið hentar vel til að minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum sjúkdómum svo dæmi séu tekin. Próteinríkt fæði hentar öðrum á meðan enn aðrir finna sína leið í hráfæði eða grænmetisfæði. Hvað sem öllum þessum ólíku leiðum líður þá er gaman að fylgjast með þeim áhuga sem almenningur hefur á lífsstíl og mataræði, fjölbreytni verður meiri og lífið verður litríkara.

Að lokum

- Auglýsing -

Það eru margar leiðir að hinu göfuga marki að finna jafnvægið í lífsstíl og mataræði. Ég held að það sé fagnaðarefni hvað er mikið framboð af slíkri fræðslu og fróðleik fyrir venjulegt fólk á mannamáli, þannig verður fólk meðvitaðra og fær fleiri forsendur til að mynda sér skoðanir, finna sína hillu.

Allt á þetta rétt á sér og flest ef ekki allt eru þetta skynsamlegar leiðir hver á sinn hátt, en enn og aftur það er mikilvægt að hver og einn finni það sem passar honum eða henni og við finnum það best sjálf hvernig líkami okkar bregst við þvís em við látum ofan í okkur. Kannski ættum við að hlusta betur á það sem líkaminn segir okkur.

Matur, mataræði og lífsstíll eru skemmtileg umfjöllunarefni og ég legg til að við njótum matarins og þess að skiptast á skoðunum og ég held að í umræðunni sé gott að við öndum með nefinu.

Björn Ófeigs


-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-