-Auglýsing-

Átta starfsmenn Landspítala ávítaðir

“Eftir að búið var að fara vel í gegnum málið var ákveðið að ávíta þá, sem vitað var að höfðu farið inn í sjúkraskrána, harðlega í bréfi,” segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, um málalyktir innanhúsrannsóknar sem gerð var á spítalanum. Rannsóknin var gerð eftir eftir að uppvíst varð að tugur starfsmanna hafði skoðað sjúkraskrá þekkts manns sem þar hafði leitað lækninga.

Björn segir tvo starfsmannanna hafa getað sýnt fram á að þeir hafi haft gildar ástæður fyrir að skoða gögn um manninn. Ljóst sé að átta starfsmenn hafi þó gert þetta af hnýsni einni saman. Þær aðgerðir sem komi til greina af hendi forsvarsmanna spítalans í málum sem þessum séu ávítur, áminning, brottrekstur og kæra til lögreglunnar. Eftir gaumgæfilega athugun hafi þó verið ákveðið að grípa til ávíta.

“Það er mjög flókið lagalega að áminna starfsfólk og hefur tilhneiging dómstóla verið sú að minnstu vafaatriði eru túlkuð starfsmönnum í vil,” segir Björn en hann segir að eftir þetta ferli sé spítalinn mun betur í stakk búinn að grípa til frekari aðgerða en ávíta enda mál sem þessi mjög alvarleg.

“Það sem við lærum af þessu er að eftirlitskerfi okkar virkar, auk þess sem nú höfum við betri grunn til að byggja mál á ef svona mál kemur upp aftur,” segir Björn.

– kdk

Fréttablaðið 29.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-