-Auglýsing-

Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma

Eftir Ásgeir Ingvarsson. JÓHANNA Sigurðardóttir, ráðherra félags- og tryggingamála, segir allrar athygli verða þá hugmynd Kristínar Sólveigar Bjarnadóttur og Sigríðar Halldórsdóttur að fólk með ólæknandi og banvæna sjúkdóma fái sérstakan þjónustufulltrúa sem gætir hagsmuna þess og réttinda.

Sagt var frá hugmynd Kristínar og Sigríðar í Morgunblaðinu í gær en þær höfðu gert rannsókn sem sýndi að fólk með ólæknandi og banvæna sjúkdóma kvartar undan erfiðri glímu við kerfið, sem síðan hefur mikil neikvæð áhrif á lífsgæði þess, sem þegar eru skert.

Fólk í erfiðri aðstöðu
„Ég ætla að biðja trygginga- og velferðarsvið hjá mér að skoða þetta mál í samráði við Tryggingastofnun, og fá þeirra hugmyndir um hvernig best megi standa að þessu,“ segir Jóhanna. „Margir sem eru með ólæknandi og banvæna sjúkdóma geta hreinlega ekki séð sjálfir um sín mál. Þeir hafa jafnvel ekki krafta til að leita réttar síns í opinberu kerfi sem getur verið svifaseint og þunglamalegt.“

Margir þurfa að taka þátt
Jóhanna nefnir að margar stofnanir kunni að þurfa að koma að lausn vandans, og nefnir auk Tryggingastofnunar félagsþjónustu sveitarfélaganna og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, enda hvíli fjárhagslegir erfiðleikar oft mjög þungt á þessum hópi.

Morgunblaðið 19.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-