-Auglýsing-

Alþjóðlegi hjartadagurinn 28. septmber 2008

Á hverju ári falla í valinn í heiminum rúmlega 17.5 milljónir manna og kvenna af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og eru þessir sjúkdómar algengasta dánarorsök alls mannkyns og er Ísland þar engin undantekning þar sem um 700 manns deyja árlega vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi.

Hár blóðþrýstingur eða háþrýstingur er einn stærsti einstaki áhættuþáttur hjartasjúkdóms og heilablæðinga og hefur í dag áhrif á milljarða manna í öllum heiminum. Gera má ráð fyrir að á árinu 2025 muni yfir 1.5 milljarður manna eða nærri þriðjungur fullorðinna yfir 25 ára, hafa of háan blóðþrýsting. Hár blóðþrýstingur sést ekki og er hljóðlátur og lævís. Það er engin leið að greina háþrýsting nema með því að láta mæla hann af heilbrigðisstarfsfólki.
Góðu fréttirnar eru þær að það er auðvelt að greina of háan blóðþrýsting og yfirleitt auðvelt að ná stjórn á honum með lífsstílsbreytingum og/eða lyfjum. Hækkað kólesteról er einnig á sama máta lævís og þögull áhættuþáttur sem vert er að láta mæla. Þess vegna er á Hjartadeginum þann 28. september lögð áhersla á að fólk kynni sér sína áhættu og líkur á að það þrói með sér hjarta eða æðasjúkdóm sem oftar en ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Því er þema ársins að þessu sinni “Hver er þín áhætta?” þar sem áhersla er lögð á að fólk leiði hugann að því að heilsan er að miklu leyti í höndum hvers og eins.

-Auglýsing-

Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru meðal annarra hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról (blóðfita) og blóðsykur, reykingar, of lítil neysla ávaxta og grænmetis, ofþyngd og hreyfingarleysi. Þegar þessir áhættuþættir eru teknir saman kemur í ljós að þeir valda dauða 80% dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hjarta- og æðasjúkdóma er oft hægt að koma í veg fyrir ef áhættuþættir eru þekktir og meðhöndlaðir.

Alþjólegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Hálsatorgi í Kópavogi í samvinnu við Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands.
Í boði verður stafgöngukynning og stafganga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hefst klukkan 10:30 og allir geta tekið þátt í. Stafgöngukynning verður einnig á 10 stöðum víða um landið.
Einnig verður í annað sinn hlaupið Hjartadagshlaupið þar sem hlaupnir verða 3, 5 og 10 km með tímatöku. Ræst verður í 3 km hlaupið klukkan 10:50 en í 5 og 10 km klukkan 11:00.

Þátttaka í viðburðum dagsins er ókeypis.

www.hjarta.is 25.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-