-Auglýsing-

Alþjóðlegi hjartadagurinn

Alþjóðlegi hjartadagurinnAlþjóðlegur hjartadagur er haldinn hátíðlegur í dag en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Nánar er hægt að lesa um alþjóðlega hjartadaginn hér.

Markmið hjartadagsins, sem yfir 100 þjóðir taka þátt í um allan heim, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf.

Á hverju ári falla í valinn í heiminum yfir 17 milljónir manna og kvenna af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og eru þessir sjúkdómar algengasta dánarorsök alls mannkyns.

Þetta þýðir að ein manneskja deyr á hverjum tveimur sekúndum í heiminum vegna hjarta- og æðasjúkdóma og er Ísland þar engin undantekning en á árinu 2009 létust 627 Íslendingar úr hjarta- og æðasjúkdómum.

Það er algeng mýta að hjarta- og æðasjúkdómar leggist einungis á þá vel stæðu, karlmenn og aldraða. Hið rétta er að þeir herja ekki síður á konur og börn.

Í ár er áherslan á mikilvægi þess að nálgast forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma út frá æviskeiðinu öllu því börn sem njóta heilsusamlegrar æsku eru líklegri til að lifa heilsuamlegu lífi á fullorðinsárum sem leiðir til heilbrigðari fjölskyldna og samfélags.

- Auglýsing-

Margir alvarlegir sjúkdómar sem leggjast á fullorðna, eins og hjarta- og æðasjúkdómar, skjóta oft rótum á unglingsárum.

Gott dæmi er tóbaksnotkun en flestir sem ánetjast tóbaki byrja að fikta á unglingsárum. Ef foreldrar barns reykja þá er barnið þrisvar sinnum líklegra til að reykja sjálft á fullorðinsárum.

Of þung börn eru einnig líklegri til að vera það áfram á unglingsárum og þar með líklegri til að þróa með sér sjúkdóma,á borð við sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma, fyrir aldur fram.

Börnum sem er kennt að vera virk í æsku og hreyfa sig halda því ofast áfram á fullorðinsárum og eru þar með í minni hættu á að fá hjartasjúkdóm eða heilablóðfall síðar á ævinni.

Dagskrá:

  • Hjartadagshlaupið – sunnudaginn 29. september klukkan 10:00 á Kópavogsvelli. Í boði tvær vegalengdir, 5 og 10 km með tímatöku. Vegleg verðlaun í boði fyrir efstu sæti, auk útdráttarverðlauna. Skráning er á www.hlaup.is eða á staðnum við stúkuna á Kópavogsvelli frá klukkan 09:00. Þátttaka er ókeypis.
  • Hjartagangan – sunnudaginn 29. september klukkan 11.00 frá húsnæði Hjartaheilla Síðumúla 6. Gengið verður um um Laugardalinn, 3 km. Klukkan 12 mun leikhópurinn Lotta koma í Síðumúlann og skemmta börnum og fullorðnum.
  • Árveknisátak með félögum í Pepsi-deild karla í lokaumferð – KSÍ tekur þátt í Hjartadeginum með félögunum sem leika í Pepsi-deild karla og verður vakin athygli á Hjartadeginum í lokaumferð Pepsi-deildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. september.

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn hátíðlegur um víða veröld og á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill og Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna um að halda daginn.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-