-Auglýsing-

Almannatengill undrast viðsnúning styrktarfélagsins

Andrés Jónsson, formaður Almannatengslafélags Íslands, undrast viðsnúning forsvarsmanna styrktarsjóð hjartveikra barna þegar kemur að fjölmiðlaumræðu um lögsókn sjoðsins á hendur Landsbankanum.

„Ef maður á að lesa í þennan skyndilega viðsnúning styrktarsjóðsins í afstöðu hans til umfjöllunar um málið. Þá liggur beinast við að ætla að Landsbankinn hafi eitthvað til síns máls,“ ritar Andrés á bloggsíðu sína á Eyjunni.

-Auglýsing-

Þar bendir hann á að lögfræðingur og stjórnarformaður styrktarsjóðsins hafi verið í öllum fréttatímum þrjá daga í röð þar sem þeir ræddu meint brot Landsbankans gegn sjóðnum en ágreiningur er um fjárfestingar bankans með peninga sjóðsins.

„Allir sem þekkja til almannatengsla vita að svo umfangsmikil fjölmiðlun um einkamál ákveðins aðila er yfirleitt merki um að viðkomandi séu að reyna að nota fjölmiðla til að koma málstað sínum á framfæri.

Allt í góðu með það.

En nú segjast þeir allt í einu harma þessa sömu fjölmiðlaumræðu og ætla ekki að tjá sig frekar um málið,“ segir Andrés sem er hættur að botna í málflutningi forsvarsmanna styrktarsjóðsins.

- Auglýsing-

Sjóðurinn krefst 21 milljónar í skaðabætur frá Landsbankanum.

www.dv.is 06.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-