-Auglýsing-

Á sjúkrahúsi

Útsýni af sjúkrastofu
Útsýni af sjúkrastofu

Glöggir og dyggir lesendur okkar hafa kannski tekið eftir því að síðustu daga hefur ekki verið mikið sett inn af nýju efni.

Ástæðan fyrir því er einföld, undirritaður lenti inni á sjúkrahúsi með brjósklos. Það er dálítið merkilegt að upplifa það að vera hjartakall og vera svo í tvígang á síðust vikum á sjúkrahúsi, út af allt öðru ástandi sem er mér algjörlega ókunnugt og framandi.

Það ætti þó ekki að koma mér á óvart þar sem í gegnum árin hefur veikindasaga mín orðið fjölbreyttari og fjölskrúðugri en góðu hófi gegnir.

Á síðustu þremur mánuðum hef ég fjórum sinnum verið lagður inn, tvisvar farið í hjartaþræðingu, eitt skipti fundudust ekki orsakir fyrir veikindum mínum og svo í fjórða skiptið með brjósklos.

Það merkilega er að þegar slík veikindi ber að garði, jafnvel þó svo að veikindin hafi ekkert með hjartað að gera þá lætur það vita af sér eftir svefnlausar verkjamiklar nætur og dregur úr mér þróttinn.

Það sama er að segja þegar ég fer að staulast um með göngugrind, þá mæðist ég fljótt og hjartabilunin lætur vita af sér. Eftir svefnlausu næturnar lætur hjartað vita af sér með því að láta ófriðlega með aukaslögum, sem að vísu eru ekki hættuleg en frekar leiðigjörn.

- Auglýsing-

Sem betur fer þá horfir brjósklosið vonandi til betri vegar og ég er farinn að rétta meira úr mér og hvílist vel, og hjartað róast.

Ef fram fer sem horfir eru vonir til þess að ég geti komist heim til mín um eða eftir helgina þegar rétti lyfjakokkteillin verður fundin sem heldur verkjunum í skefjum.

Við látum samt ekki deigan síga hér á hjartalif.is og komum til með að halda áfram hér eftir sem hingað til að birta pistla, kannski ekki alveg daglega en eins og þrek og heilsa leyfir.

Hjartans þakkir fyrir að fylgjast með okkur og verum góð við hvort annað.

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-