Hjartalif.is hefur tekið upp samstarf við Holtakjúkling og hér til hliðar á síðunni er að finna tengil inn á tugi ef ekki hundruði af kjúklingauppskriftum og bælkingum sem Holta hefur gefið út í gegnum árin.
Auk þess þá eru matreiðsluþættirnir sem Úlfar Finnbjörnsson meistarakokkur hefur unnið fyrir Holta aðgengilegir í HjartaTVíinu okkar hér á stikunni fyrir ofan.
Það má vera að það séu ekki allar uppskriftirnar 100% hjartavænar en það ætti að vera lítið mál að aðlaga þær ef þörf krefur. Um það verður hinsvegar ekki deilt að kjúklingur er úrvals hráefni fyrir hjartafólk og möguleikarnir til matreiðslu nánast takmarkalausir.
Við komum svo til með að birta á föstudögum uppskrift vikunnar frá Holta.
Það er von okkar að þetta komi lesendum okkar að gagni og ekki verra ef það er skemmtilegt og bragðast vel.
Hér er svo fyrsta helgaruppskriftin og hér er svo tengill inn á uppskriftarsafn Holta.
Grilluð bbq-krydduð kjúklingalæri með bbq-sósunni þinni
Fyrir 4
4-8 bbq-krydduð heil kjúklingalæri frá Holta
BBQ-sósa
4 dl bbq-sósa eftir smekk. Bragðbættu sósuna og gerðu að þinni, til dæmis með 2 msk. af smátt söxuðum engifer eða 0,5 dl af viskíi eða kryddjurtum.
Skerið 4 skurði báðum megin í lærin. Grillið á milliheitu grilli í 20 mínútur. Snúið lærunum reglulega. Bragðbætið bbq-sósuna eftir smekk og takið helminginn frá til þess að pensla lærin. Penslið lærin með sósunni báðum megin og grillið í 3 mínútur í viðbót. Snúið þá lærunum og grillið í 3 mínútur til viðbótar. Berið lærin fram með restinni af sósunni og til dæmis salati, grilluðu grænmeti og kartöflum.