-Auglýsing-

Hvernig hægt er að létta sig á heilbrigðan hátt

HjartaEf þig langar til að létta þig þá eru hér nokkur ráð um það hvernig best sé að ná því takmarki á sem náttúrulegastan og heilbrigðastan hátt. Það er nefnilega ekki lögmál að setja þurfi lífið á hliðina til að ná árangri.

1. Ekki setja tímamörk á árangur þinn
Tímamörk búa til spennu og setja óþægilega pressu. Vertu frekar tilbúinn til að taka þér þann tíma sem þarf til að ná þeim árangri sem þú óskar eftir. Það er lítill tilgangur í því að léttast hratt ef það kemur allt á þig aftur. Hugsaðu um sjálfbærni, spurðu þig alltaf að því hvort það sem þú ert að gera sé eitthvað sem þú getir hugsað þér að gera til framtíðar.

-Auglýsing-

2. Gerðu alvöru skuldbindingu
Ef markmið þitt er að léttast, forgangsraðaðu þá þannig að þú getir einbeitt þér að því algjörlega. Það þýðir að þú verður að skipuleggja tíma þinn þannig að þú hafir tíma fyrir góðan svefn, næringu og hreyfingu.

3. Ekki breyta mataræð þínu í einu og öllu – gerðu litlar breytingar
Það er of öfgakennt að ætla að breyta öllu og eykur líkur á því að eitthvað fari úrskeiðis. Í stað þess að breyta öllu, prufaðu að minnka skammta þína um 10%.

- Auglýsing-

4. Haltu matardagbók
Það hefur ótrúleg áhrif!

5. Stefndu að rútínu sem þú getur hugsað þér að halda enn í eftir heilt ár
Það að vakna kl. 5 til að hlaupa 5 km hljómar vel en getur þú hugsað þér að gera það til lengdar? Það getur vel verið að það hljómi ekki jafn vel að fara í göngutúr fimm sinnum í viku en ef það virkar fyrir þig þá frábært! Ef þú heldur ekki upp á og planar það sem þú raunverulega afrekað þá ertu að auka líkurnar á að þér takist ekki ætlunarverk þitt.

6. Mundu að hreyfing snýst ekki bara um ræktina
Reyndu að vera virkari í daglegu lífi, gakktu meira og taktu stigann.

7. Gerðu það sem þú segist ætla að gera
Í hvert skipti sem þú gerir plan sem þú stendur ekki við þá ertu að grafa undan trausti þínu á sjálfum þér / sjálfri þér. (Þetta er einnig ástæðan fyrir því að það er gott að byrja á litlum breytingum)

8. Finndu einhvern til að styðja þig
Það getur verið sérfræðingur eða vinur sem hefur mikinn áhuga.

8. a. En ekki hlusta á vini ef þeir geta ekki stutt þig eða tala niður það sem þú ert að gera
Neikvæðni hjálpar engum.

9. Borðaðu hægar
Það mun hjálpa þér við að borða minna og líða saddari.

10. Ekki gleyma þér í fræðunum
Sumir vita allt um það að létta sig, en eru samt of feitir. Fókusaðu á að breyta hegðun en ekki læra staðreyndir um hvað skal.

11. Mundu að mistök eru hluti ferlisins
Ég get veðjað um að 90% þeirra sem hefur tekist að létta sig eiga að baki sér langan lista af tilraunum sem fóru úrskeiðis. Það að hafa mistekist í fortíð þýðir ekki að þér geti ekki tekist í framtíðinni.

12. Skemmtu þér
Ef þú upplifir þetta sem baráttu og erfitt þá ertu að gera þetta rangt. Mundu að þú ert að reyna að búa til vana sem eiga að endast þér ævina.

- Auglýsing -

13. Reyndu að eiga ekki mat sem kveikir á græðginni
Þetta þýðir að losa sig við súkkulaðið í skrifborðsskúffunni og kexið úr eldhússkápnum. Ef það er ekki þarna þá getur þú ekki borðað það.

14. Deildu mat með öðrum
Þetta virkar vel þegar þig langar t.d. til að kaupa þér eftirrétt á veitingastað. Þannig getur þú látið eftir þér og smakkað án þess að borða mikið.

15. Lærðu alltaf af mistökum þínum
Ef þú borðaðir alltof mikið síðustu helgi, af hverju var það þá? Hvað gerði það að þú borðaðir of mikið og hvernig getur þú komið í veg fyrir að það gerist ekki aftur.

16. Gerðu ráð fyrir að standa stundum í stað
Það er eðlilegt að það gerist ekkert stundum þó þú sért að gera allt rétt til að léttast. Margir verða fúlir og hætta á þessu stigi, ekki vera einn af þeim.

17. Mundu að það að léttast er ekki skammtímaverkefni
Þetta er það sem er erfiðast við það að léttast. Sérstaklega þegar upphaflegi ofuráhuginn hefur gefið eftir. Vonandi – ef það að léttast er markmið þitt – heldur þú áfram sama á hverju gengur. Ef þú gerir það þá getur ekkert klikkað. Mundu bara að það er í góðu lagi að taka tíma í þetta, þú vilt léttast og halda heilsu fyrir lífstíð.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-