-Auglýsing-

Hjartasjúkdómar og konur

Hjartasjúkdómar kvennaHjarta og æðasjúkdómar eru stærsti orsakavaldur örorku og dauðsfalla í heiminum og fer vandinn ört vaxandi.

Hjarta og æðasjúkdómar fella fleiri á hverju ári en nokkrar aðrar orsakir en 17, 3 milljónir manna létust árið 2008, þar af 3 milljónir áður en þeir náðu sextíu ára aldri.

-Auglýsing-

Ég rakst á athyglisverðar tölur frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka saman tölulegar staðreyndir um hjarta og æðasjúkdóma kvenna þar í landi.

Í Bandaríkjunum er talið er að um 8 milljónir kvenna lifi með hjartasjúkdóm. 10% kvenna á aldrinum 45-64 ára og 25% þeirra sem eru 65 ára og eldri.

- Auglýsing-
  • Um 6 milljónir kvenna eiga sögu um hjartaáfall og eða brjóstverki eða bæði.
  • Nærri 13% kvenna í Bandaríkjunum sem eru 45 ára og eldri hafa fengið hjartaáfall.
  • 435 þúsund Bandarískra kvenna fá hjartaáfall á hverju ári og eru um 83 þúsund þeirra undir 65 ára aldri og 9 þúsund eru undir 45 ára aldri. Meðalaldur þeirra er 70,4 ár.
  • 4 milljónir kvenna þjást af brjóstverkjum og 47 þúsund þeirra voru lagðar inn á spítala 1999.

Dánartíðni

  • Hjartasjúkdómar er helsta dánarorsök kvenna í Bandaríkjunum og 32% þeirra sem látast á ári hverju látast úr hjartasjúkdómum.
  • 43% af dauðsföllum kvenna í Bandaríkjunum á hverju ári eða nærri 500 þúsund má rekja til hjarta eða æðasjúkdóma.
  • Um 267 þúsund kvenna deyja á hverju ári af völdum hjartáfalla. Hjartáföll valda dauða SEX sinnum fleiri kvenna en brjóstakrabbamein í Bandaríkjunum.
  • 31, 837 konur deyja árlega af hjartabilun eða 62,6% allra þeirra sem að deyja úr hjartabilun samanlagt.

Samanburður við karla

  • 38% kvenna og 25% karla deyja á fyrsta ári eftir að fyrsta hjartaáfall er greint.
  • 35% kvenna og 18% karla sem lifa af hjartaáfall fá annað hjartaáfall innan sex ára.
  • 46% kvenna og 22% karla sem lifa af hjartaáfall eru með skerta starfsorku vegna hjartabilunar innan sex ára frá greiningu.
  • Það eru meira en tvöfalt meiri líkur á því að konur deyi í hjáveituaðgerð heldur en karlar.

Í Bandaríkjunum eru minni líkur á því að konur fái beta-blokkera, ACE blokkera eða jafnvel aspirín eftir að hafa fengið hjartaáfall. Ég geri ekki ráð fyrir því að þetta sé svona hér á landi.

Fleiri konur en karlar deyja árlega af hjartasjúkdómum í Bandaríkjunum þrátt fyrir þá staðreynd að konur séu aðeins:

  • 33% þeirra sem fara í hjartaþræðingu fá stoðnet eða fara í hjáveituaðgerð
  • 28% þeirra sem fá gangráð
  • 36% þeirra sem fara í opna hjartaskuðraðgerða

Þá er einnig sláandi að konur eru aðeins 25% þátttakenda í öllum hjartatengdum rannsóknum sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum.

Heimildir :National Center on Health Statistics; National Heart og Lung and Blood Institute

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-