-Auglýsing-

5 merki um að þú ættir að leita til hjartalæknis eða á bráðamóttöku

Rannsóknir sýna að allt að fjórum vikum fyrir hjartastopp/hjartaáfall sendir hjartað okkur merki um að ekki sé allt með felldu. Vandamálið er að felst husnum við þau eða berum ekki kennsl á þau.

Við erum mörg sem hunsum smávegis einkenni frá hjarta og segjum: „þetta er líklega ekkert.“ En þegar kemur að hjartanu er betra að vera of varkár en hitt.

Hjartasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök á Vesturlöndum og tímanleg greining getur bjargað lífi. Hér eru fimm merki sem þú ættir aldrei að hunsa – og sem krefjast þess að þú leitar tafarlaust til hjartalæknis eða bráðamóttöku.

-Auglýsing-

1. Brjóstverkir eða þrýstingur í brjósti

Verkur, þyngsli eða þrýstingstilfinning í brjósti – sérstaklega ef hann kemur við áreynslu eða stress. Þetta er rautt flagg. Þetta getur verið angina eða jafnvel hjartaáfall.

- Auglýsing-

2. Mæði við litla áreynslu

Ef þú verður fljótt móður við að ganga upp stiga eða framkvæma daglegar athafnir sem áður voru léttar, getur það bent til hjartabilunar eða þrengsla í kransæðum.

3. Svimi eða yfirlið

Að missa meðvitund eða verða fyrir skyndilegum svima getur stafað af hjartsláttartruflunum eða blóðþrýstingsfalli. Slík einkenni krefjast alltaf nánari skoðunar.

4. Óútskýrður bjúgur

Bólga í fótum, ökklum eða jafnvel kvið getur verið merki um að hjartað nái ekki að dæla blóðinu nægilega vel. Þetta er algengt hjá fólki með hjartabilun. Ungt fólk getur líka fengið bráða hjartabilun.

- Auglýsing -

5. Hjartsláttaróregla

Sterk, hraðari eða óregluleg hjartsláttartilfinning, sérstaklega ef hún kemur með svima, mæði eða brjóstverk er ástæða til tafarlausrar læknisheimsóknar.

Að lokum

Hjartað gefur okkur oft viðvörun áður en stórt áfall á sér stað. Ekki hunsa þessi merki því það getur skipt sköpum fyrir heilsu þína og líf. Ef þú finnur fyrir einhverjum þessara einkenna skaltu leita aðstoðar strax. Það er betra að fara einu sinni of oft en einu sinni of seint.


Heimildir

American Heart Association – Warning Signs of Heart Disease

Mayo Clinic – Heart disease symptoms

European Society of Cardiology – Heart Failure Symptoms

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-