-Auglýsing-

41,3 milljónir króna í áheit

Líknar- og góðgerðarfélög fengu í gær greidd áheitin í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 2007, alls 41,3 milljónir króna. Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Glitnis á Íslandi, afhenti fulltrúum félaganna fjármunina við athöfn í Háskólabíói.

Alls komust 130 líknar- og góðgerðarfélög á blað í áheitum Reykjavíkur-maraþons Glitnis 2007, mörg hver í fyrsta sinn:

• Fjögur félög fengu yfir tvær milljónir króna hvert: Umhyggja, Krabbameinsfélag Íslands, Barnaspítali Hringsins og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
• Fimm félög til viðbótar fengu á bilinu 1,1 til 1,6 milljónir króna hvert: Einstök börn, Göngum saman (rannsóknir á brjóstakrabbameini), MS félagið, ABC barnahjálp og MND félagið.

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni gátu valið líknar- og góðgerðarfélag til að hlaupa fyrir og síðan áttu allir kost á að heita á þá upphæð að eigin vali til að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

• Glitnir hét á starfsmenn sína í Reykjavíkurmaraþoni annað árið í röð og greiddi viðkomandi líknar- og góðgerðarfélagi 3.000 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Starfsmennirnir söfnuðu þannig tæplega 18,7 milljónum króna í ár.
• Glitnir hét nú að auki í fyrsta sinn á viðskiptavini sína, 500 krónum á hvern hlaupinn kílómetra. Viðskiptavinirnir söfnuðu þannig um 9 milljónum króna.
• Áheit almennings á starfsmenn og viðskiptavini Glitnis, og á aðra þátttakendur í maraþoninu, námu alls tæplega 10,2 milljónum króna.
• Áheit Glitnis vegna barnanna í Latabæjarhlaupinu námu 3,4 milljónum króna.

Hjarta.net naut góðs af hlaupinu og við þökkum öllum þeim sem að lögðu málstað okkar lið að þessu sinni.

- Auglýsing-

Ég verð hinsvegar að játa það að miðað við allan þann fjölda einstaklinga sem þjást af hjartasjúkdómum og þar af leiðandi fjölda hjartavina sem að þessir hjartasjúklingar eiga finnst mér að að við hjartafólk ættum að kynna málstað okkar betur og vera sýnilegri.

Ég semsagt skora á hjartafólk að vera sýnilegra í næsta hlaupi þannig að við sjáum Hjartaheill og Hjartavernd á lista yfir þau félög sem fá mesta fjármuni! Þetta er frábært tækifæri til kynningar á okkar málstað auk þess að vera frábær fjármögnunarleið og jú þetta er keppni eftir allt saman.

Bjössi

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-