-Auglýsing-

252 kvartanir og einn sviptur starfsleyfi

Landlæknisembættinu bárust alls 252 kvartanir árið 2010, en árið á undan voru þær 237. Umkvörtunarefnin voru af margvíslegum toga, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlegra mistaka, að því er segir í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis.

Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi í fyrra og einum var veitt lögformleg áminning. Aðfinnslur frá Landlæknisembættinu voru 3 og ábending var úrskurðuð í 21 tilviki. Í 134 (76%) málum þótti ekki ástæða til neinnar aðgerðar.

-Auglýsing-

Algengasta umkvörtunarefnið árið 2010 var röng eða ófullnægjandi meðferð líkt og verið hefur undanfarin ár. 

Fram kemur í Talnabrunni að það beri að hafa í huga að einungis þær kvartanir sem leiða til athugunar af hálfu embættisins séu skrásettar sem slíkar, en önnur erindi, sem hægt sé að leysa gegnum síma eða með leiðbeiningum um hvert skuli snúa sér varðandi álitamál, séu að jafnaði ekki skráð.

Þá segir að kvartanir eftir sérgreinum, jafnt vegna tilvika á stofnunum, einkastofum eða annars staðar, hafi flestar verið í tengslum við heimilislækningar (45), enda séu flest samskipti í heilbrigðisþjónustu við heimilislækna. Næstflestar kvartanir beindust að bráða- og slysalækningum (35), en þar á eftir komu kvartanir vegna lyflækninga (28), skurðlækninga (16) og kvenlækninga (16).

Ef aðeins er litið á kvartanir á hendur Landspítala beindust þær fyrst og fremst að stóru klínísku deildunum, þ.e. bráða- og slysalækningadeild (23), skurðlækningadeild (14), lyflækningadeild (12), geðdeild (9) og kvennadeild (5).

- Auglýsing-

Um miðjan mars 2010 hafði fengist niðurstaða í 176 (70%) málum, en 19 (8%) málum frá 2009 var þá enn ólokið. Af þessum 176 málum voru 26 (15%) kvartanir staðfestar að hluta eða öllu leyti.

Heimasíða landlæknisembættisins.

www.mbl.is 30.03.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-