-Auglýsing-

Getur lágfitumataræði valdið hjartasjúkdómum?

GrænmetiSeinni hluti umfjöllunar bloggarans og læknanemans Kristjáns Más Gunnarssonar sem heldur úti vefsíðunni betrinaering.is  um lágfitumataræði þar sem hann veltir því upp hvort það geti hugsanlega skaðað heilsu okkar.

Kristján liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og styður niðurstöður sínar með rannsóknum sem hann hefur rýnt í.

-Auglýsing-

Á undanförnum árum hafa margar, stórar langtímarannsóknir sýnt að lágfitumataræði er slæmur kostur.

Ekki aðeins er það gagnslaust, heldur getur það beinlínis verið slæmt fyrir marga.

- Auglýsing-

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að lágfitumataræði getur skemmt heilsu þína.


Lágfitumataræði útilokar nokkrar mjög hollar fæðutegundir

Dýraafurðir sem eru fituríkar af náttúrunnar hendi eru yfirleitt bæði hollar og næringarríkar.

Ég er sammála því að verksmiðjuframleiddar dýraafurðir þar sem dýrin hafa verið alin á korni eru ekki besti kosturinn.

Afurðir dýra sem hafa verið alin í sínu náttúrulega umhverfi eru hins vegar mjög hollar.

Í leiðbeiningum um lágfitumataræði er ráðlagt að draga úr neyslu á þessum fæðutegundum þar sem þær innihalda mettaða fitu og kólesteról.

Ég er með frétt fyrir ykkur: Það hefur aldrei verið sannað að mettuð fita eða kólesteról hafi nokkurn tímann valdið manninum skaða.

Þetta var aldrei neitt nema kenning. Í dag hefur verið sannað í fjölda stórra langtímarannsókna að hvorki mettuð fita né kólesteról valda skaða (20212223).

Að kenna feitum dýraafurðum um faraldur offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma er algjörlega glórulaust, þar sem þessir sjúkdómar eru frekar nýir af nálinni, en dýraafurðir hafa alltaf fylgt okkur.

Mörg samfélög, til dæmis Inúítar og Masaiar hafa nánast fengið alla orku sína úr dýraafurðum og voru við frábæra heilsu.

- Auglýsing -

Hér eru 4 dæmi um fæðutegundir sem voru fordæmdar í “stríðinu” við mettaða fitu:

  • Kjöt: Afurðir dýra sem hafa alist upp í náttúrulegu umhverfi sínu eru frábær fæðugjafi fyrir Omega 3 fitusýrur, CLA, vítamín, steinefni ásamt mikilvægum næringarefnum eins og Karnosíni og Kreatíni (242526).
  • Egg: Egg eru ein hollasta fæðutegund á Jörðinni. Þau eru hlaðin vítamínum og steinefnum ásamt Kólíni og mikilvægum andoxunarefnum sem vernda augun (2728).
  • Fituríkar mjólkurafurðir: Mjólkurafurðir af grasbítum eru besti fæðugjafinn fyrir K2 vítamín, þær eru líka hlaðnar Kalsíumi, CLA og fjölda annarra næringarefna (293031).
  • Kókoshnetur: Afurðir kókoshnetunnar innihalda svokallaðar meðallangar fitusýrur, sem sýnt hefur verið fram á að hafa jákvæð áhrif á heilsu, til dæmis auka fitubrennslu, bæta blóðfitur og heilastarfsemi (323334).

Niðurstaða: Fæðutegundir sem innihalda mikið af mettaðri fitu og kólesteróli eru yfirleitt mjög næringarríkar og hollar. Leiðbeiningar um lágfitumataræði draga úr neyslu þessarar fæðu.

Lágfitumataræði lækkar testósterón

Testósterón er aðal karlhormónið, en konur hafa líka örlítið af því.

Eins og önnur kynhormón, þá er testósterón framleitt úr kólesteróli.

Það er mikilvægt bæði fyrir konur og menn að testósterón magn í líkamanum sé hæfilegt.

Lágt testósteróngildi getur leitt til minni vöðvamassa, aukinnar líkamsfitu, beinþynningar, þunglyndis, minni kynhvatar o.fl.

Ein af aukaverkunum lágfitumataræðis er marktækt lægri testósteróngildi, ein rannsókn sýndi 12% lækkun á eftir 8 vikur á lágfitumataræði (4546).

Niðurstaða: Testósterón er mjög mikilvægt hormón bæði í mönnum og konum. Lágfitumataræði getur marktækt lækkað testósteróngildi.

Lágfitumataræði getur skaðað mynstur LDL (góða) kólesterólsins

Low Density Lipoprotein (LDL) er oft kallað “slæma” kólesterólið.

Það er vel þekkt að hækkuð gildi LDL tengjast aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (47).

Hins vegar sýna ný gögn að til eru undirgerðir LDL. Það eru til smáar, þéttar LDL agnir (kallaðar B mynstur) og stórar LDL agnir (kallaðar A mynstur).

Litlu, þéttu LDL agnirnar auka líkur á hjartasjúkdómum, ekki stóru LDL agnirnar (484950).

Mikil neysla á kolvetnum (sérstaklega unnum kolvetnum) eykur fjölda litlu LDL agnanna á meðan mettuð fita og kólesteról breyta litlum, þéttum (slæmu) LDL ögnum í stærri (góðu) agnirnar (515253).

Rannsóknir sýna að lágfitumataræði fjölgar litlu, þéttu LDL ögnunum, á meðan lágkolvetna- háfitumataræði fjölgar stóru LDL ögnunum (54555657).

Niðurstaða: Jafnvel þó lágfitumataræði geti valdið örlítilli minnkun í LDL kólesteróli, þá breytir mataræðið líka samsetningu LDL kólesterólsins þannig að litlu, þéttu ögnunum (þeim slæmu) fjölgar en stóru (þeim góðu) ögnunum fækkar.

Lágfitumataræði getur valdið hjartasjúkdómum

Hjartasjúkdómar eru algengasta orsök dauða í þróuðum löndum (58).

Það er þekkt að í hefðbundnum samfélögum sem neyta ekki vestræns fæðis er tíðni hjartasjúkdóma lág (596061).

Þegar þessi samfélög aðlagast vestrænu fæði, skjóta nútímasjúkdómar eins og offita, sykursýki og hjartasjúkdómar fljótlega upp kollinum (62).

Þess vegna virðist vera augljóst að vestrænt fæði hafi þarna mikil áhrif.

Það hafa verið nokkrar stýrðar langtímarannsóknir sem hafa rannsakað áhrif lágfitumataræðis á hjartasjúkdóma.

  • The Women’s Health Initiative: Í rannsókn á 48.835 konum orsakaði lágfitumataræði aðeins 0,4 kg þyngdartap á 7,5 árs tímabili. Mataræðið minnkaði ekki líkur á hjartasjúkdómum eða krabbameini (63646566).
  • MRFIT rannsóknin: Lágfitumataræði dró ekki úr dauðsföllum í hópi sem taldi 12.866 menn í mikilli áhættu á hjartasjúkdómum, þrátt fyrir að margir þeirra hefðu hætt að reykja (67).
  • Look AHEAD rannsóknin: 9,6 ára rannsókn á 5.145 sykursjúkum einstaklingum leiddi í ljós að lágfitumataræði dró ekki úr hjartasjúkdómum, þrátt fyrir þá staðreynd að þeim tókst að léttast með því að draga töluvert úr hiteiningainntöku (6869).

Þú þarft að vita að samanburðurinn er lágfitumataræði annars vegar og hefðbundið vestrænt mataræði hins vegar sem er versta mataræði sem þekkist.

Önnur túlkun á þessum niðurstöðum… Lágfitumataræði er jafn áhrifaríkt í að valda hjartaáföllum og hefðbundið vestrænt mataræði.

Að lokum

Það er kominn tími til að hætta þessu bulli og viðurkenna að lágfitumataræðið og “stríðið” gegn fitu voru mistök. Punktur!

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com.

Hægt er að sjá greinina í heild sinni á betrinaering.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-