Í lakkrís er að finna efni sem líkjast hormónunum sem hækka blóðrþrýsting svo þeir sem þjást af háþrýstingi eiga helst ekki að borða lakkrís.
Axel Sigurðsson hjartalæknir sagði frá þessu í Morgunglugganum á Rás eitt.
-Auglýsing-
Axel segir að mikilvægt sé að tileinka sér hollan og góðan lífstíl til að minnka hættuna á of háum blóðþrýstingi. Axel heldur einnig úti vefsíðunum Matarræði.is og docsopinion.com þar sem ýmiskonar fróðleik er að finna um hollustu, lífsstíl og hjartatengt efni.
-Auglýsing-