-Auglýsing-

Skrefin skipta máli – hversu mörg skref á dag?

Snjallúr eru góður félagi á göngunni og svo er tilvalið að hlusta á hljóðbók eða hlaðvarp á leiðinni.

Við heyrum oft talað um „10.000 skref á dag“ sem markmið fyrir góða heilsu. En nýjustu rannsóknir sýna að það þarf ekki endilega að vera svo hátt til að hjartað njóti góðs af.

Þú getur gert mikið fyrir hjartað með færri skrefum og jafnvel fengið hvatningu og eftirfylgni frá litla tækinu á úlnliðnum. Snjallúr getur verið frábær félagi sem minnir þig á að standa upp, hreyfa þig og fylgist með púlsinum á göngunni.

-Auglýsing-

Hversu mikið þarf að ganga?

Í nýrri samantekt rannsókna kom fram að 7.000 skref á dag tengdust um 25 % minni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum miðað við þá sem gengu aðeins 2.000 skref.
Fólk sem nær 4.000–6.000 skrefum á dag er þegar komið með sýnilegan ávinning. Og þeir sem ganga 8.000–9.000 skref draga áhættuna enn meira úr, allt að 40–50 %.
(American Heart Association)

- Auglýsing-

Fyrir eldri einstaklinga hefur jafnvel 3.600 skref á dag sýnt verndandi áhrif gegn hjartabilun.
(NHLBI, 2024)

Snjallúr – félagi á ferðinni

Snjallúr getur hjálpað þér að halda utan um daglega hreyfingu og fylgjast með hjartslætti í rauntíma.

  • Það mælir skrefin nákvæmlega og hjálpar þér að sjá framfarir.
  • Það vaktar púlsinn, þannig að þú sérð hvort þú ert í réttum réttu róli með hjartsláttinn til að styrkja hjartað án þess að ofreyna það en auðvelt er að fylgjast með þessu í snjallúri.
  • Og það minnir þig reglulega á að standa upp og hreyfa þig ef þú hefur setið of lengi — einföld en áhrifarík leið til að draga úr áhættu.

Sum snjallúr bjóða jafnvel upp á hjartalínurit, súrefnismettun og áminningar um hvíld eða hugleiðslu allt þættir sem styðja við heildræna hjartaheilsu.

- Auglýsing -

Hagnýt ráð

1. Settu raunhæfð markmið

Ef þú ert með 3.000 skref á dag núna, stefndu á 4.000. Smáar breytingar telja. Betra að auka hægt og stöðugt en að hætta af of mikilli pressu.

2. Skiptu upp deginum

Þú þarft ekki að ganga allt í einu. Þrír 10 mínútna göngutúrar yfir daginn geta haft jafn góð áhrif og ein löng ganga.

3. Lærðu að lesa púlsinn

Haltu púlsinum í hóflegu þolbilinu þar sem þú getur enn átt samtal. Þetta er besti „hjartavinnslupunkturinn“ fyrir flesta. Snjallúr sýnir þetta á skjánum og gerir gönguna markvissari.

Að lokum

Það þarf ekki mikið til að styrkja hjartað – aðeins skref í rétta átt. Hvort sem það eru 4.000, 7.000 eða 10.000 skref skiptir minna máli en að hreyfa sig daglega og hlusta á líkamann. Hér á landi þar sem veður eru válynd getur göngutúr í verslunarmiðstöð eða íþróttahöll verið góður kostur.
Snjallúr getur verið góður félagi á þeirri leið: það heldur utan um tölurnar, fylgist með púlsinum og minnir þig á að hlúa að hjartanu eitt skref í einu.


Heimildir

American Heart Association. Prospective Association of Daily Steps With Cardiovascular Disease. Circulation. 2024.

National Heart, Lung, and Blood Institute (NHLBI). 3,600 steps per day linked with lower risk of heart failure in older women. 2024.

Medical News Today. 7,000 steps a day may be enough to cut risk of chronic disease. 2023.

European Journal of Preventive Cardiology. Daily steps, sitting time and cardiovascular outcomes: meta-analysis. 2023.

Johns Hopkins Medicine. Could a Fitness Tracker Boost Your Heart Health?

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-