
Morgunmaturinn leggur grunninn að deginum en margir sleppa honum vegna tímaleysis eða vanans.
Þá er brugðið á það ráð að grípa í eitthvað lítilræði á ferðinni sem oft er misholt. Fyrir hjartað er þó mikilvægt að fá góða næringu snemma dags og þá sérstaklega trefjar, góðar fitusýrur og prótein. Með þessu er blóðsykri og blóðþrýstingi haldið í jafnvægi og þessi matvæli draga úr bólgum í líkamanum. Rannsóknir sýna að þeir sem borða reglulega morgunmat eru líklegri til að halda þyngdinni í jafnvægi, búa við betri hjartaheilsu og minni hættu á sykursýki af tegund 2.
Fljótlegir og hjartvænir valkostir
- Hafragrautur eða „overnight oats“ – hafrar eru trefjaríkir og geta lækkað kólesteról. Bættu við berjum og nokkrum hnetum eða eplum og kanil.
- Ristað heilhveitibrauð með avókadó og eggi – mettar vel, inniheldur prótein og hjartavænar fitusýrur.
- Jógúrt með berjum og chiafræjum – einfalt og næringarríkt, með góðum omega-3 fitusýrum úr fræjunum.
- Grænn smoothie – spínat, banani, ber og örlítið af hnetusmjöri eða haframjólk.
Smáatriði sem skipta máli
Forðastu sykrað morgunkorn, sætabrauð ávaxta og gosdrykki en þau hækka blóðsykur hratt og valda orkusveiflum. Hjartað kann vel við stöðugleika og jafnvægi, og jafnvel 5 mínútur í einfaldan, hollan morgunmat geta skipt sköpum. Með því að undirbúa kvöldið áður, til dæmis „overnight oats“ eða skera niður ávexti, verður morguninn bæði rólegri og hjartavænni.
Stundin er svo fullkomnuð með góðum kaffi eða tebolla.
Björn Ófeigs.
Heimildir
Harvard Health Publishing – What’s a healthy breakfast?
Harvard T.H. Chan School of Public Health – The Nutrition Source: Oats
Cleveland Clinic – 5 On-the-Go Hearty, Heart-Healthy Breakfast Ideas
Mayo Clinic Health System – Think outside the cereal box







































