Hrundið hefur verið af stað fjársöfnun til stuðnings foreldrum níu mánaða gamals, hjartveiks drengs frá Hvanneyri. Drengurinn heitir Bjarki Fannar Hjaltason, fæddur 31. ágúst 2007, yngri sonur Hjalta Arnar Jónssonar og Myrru Gísladóttur. Drengurinn fer í hjartaaðgerð í Boston 11. júní nk. “Ég hef ákveðið að standa fyrir söfnun til handa foreldrum drengsins, enda veit ég af eigin reynslu hversu erfitt og kostnaðarsamt það er að eiga hjartveikt barn. Foreldrar Bjarka Fannars eru ungt fólk sem hefur úr litlu að spila, en faðir drengsins lenti í vinnuslysi fyrir hálfu öðru ári síðan og hefur ekki getað stundað vinnu síðan,” sagði Sigrún E Sigurðardóttir frá Krossi í samtali við Skessuhorn. Sigrún er jafnframt ábyrgðarmaður söfnunarinnar. “Það hefur verið stofnaður reikningur í Kaupþingi banka. Ég hvet þá sem geta og vilja leggja söfnuninni lið að styðja við unga fólkið,” sagði Sigrún. Númer söfnunarreikningsins er:
0326-13-702007 og kennitalan: 310807-2140.
www.skessuhorn.is 27.05.2008