-Auglýsing-

Hjartaheilsan og sólarljósið – Jafnvægi milli áhættu og ávinnings

Hófleg sólböð, örugg útivist og regluleg hreyfing eru allt hlutar af heilbrigðum lífsstíl.

Þegar við fáum jafn mikla dýrðardaga með einmuna veðurblíðu eins og þessa dagana leita margir í sólina til að njóta enda kærkomið eftir dimman vetur.

Í gegnum árin hefur verið varað við að eyða of miklum tíma í sól og áhættunni á húðkrabbameini enda full ástæða til að stíga varlega til jarðar. En nýlegar rannsóknir – meðal annars stór dönsk faraldsfræðirannsókn – benda til þess að sólarljós geti haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu og lífslíkur. Er mögulegt að við höfum jafnvel verið of varkár í afstöðu okkar til sólar?

Sólin og hjartað: Niðurstöður dönsku rannsóknarinnar

Vísindateymi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn greindi sjúkraskrár meira en fjögurra milljóna Dana 40 ára og eldri. Þeir sem höfðu greinst með húðkrabbamein sem ekki var sortuæxli voru 4% ólíklegri til að fá hjartaáfall og helmingi ólíklegri til að deyja ótímabærum dauða en aðrir íbúar landsins. Einnig bentu gögnin til þess að þeir væru með sterkari bein.

-Auglýsing-

Þrátt fyrir að þessar niðurstöður séu ekki sönnun fyrir orsakasamhengi benda þær til þess að sólarljós hafi jákvæð áhrif á heilsufar. Þetta megi rekja til aukinnar D-vítamínframleiðslu og/eða heilsusamlegri lífsstíls með meiri útiveru– sem hefur markvert jákvæð áhrif á hjartaheilsu.

D-vítamín og hjartaheilsa

Sól er lykiluppspretta D-vítamíns, sem hefur áhrif á beinheilsu, ónæmiskerfið og – samkvæmt mörgum rannsóknum – hjarta- og æðakerfið. Skortur á D-vítamíni tengist aukinni hættu á háþrýstingi, hjartabilun og hjartaáföllum.

Á norðlægum slóðum eins og á Íslandi getur sólarljósið verið af skornum skammti stóran hluta ársins, og því eru Íslendingar í áhættuhópi fyrir of lágu D-vítamíngildi. Stutt, örugg útivera á björtum dögum getur því skipt máli – bæði fyrir líkama og sál.

Sólarljós, nituroxíð og blóðþrýstingur

Sól hefur áhrif á fleira en bara D-vítamínframleiðslu. UV-geislar frá sólinni örva losun nituroxíðs úr húðinni, efni sem víkkar æðar og lækkar blóðþrýsting. Þetta gæti skýrt lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal þeirra sem fá reglulega sól, jafnvel þó þeir séu með of lágt D-vítamín.

- Auglýsing-

Áhætta og jafnvægi: Húðkrabbamein

Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá áhættunni. Sortuæxli, alvarlegasta form húðkrabbameins, getur breiðst hratt út og jafnvel valdið dauða í alvarlegustu tilfellum ef það greinist ekki í tíma.

Þess vegna er mikilvægt að njóta sólarinnar með skynsemi: Forðast sólbruna, nota sólarvörn og huga að því hvenær og hve lengi við erum úti í beinu sólarljósi.

Niðurlag

Nýjustu gögn benda til þess að sólin sé ekki bara eitthvað sem við eigum að forðast – hún getur verið góður viðauki til að viðhalda góðri heilsu og þá ekki síst þegar kemur að hjarta- og æðakerfinu. Hófleg sólböð, örugg útivist og regluleg hreyfing eru allt hlutar af heilbrigðum lífsstíl. Við sem búum við takmarkað sólarljós stóran hluta ársins ættum því að nýta dagana sem við fáum, en á ábyrgan hátt.

Hvað finnst þér? Nýtur þú sólarinnar með skynsemi eða forðastu sólina af ótta við húðkrabbamein? Deildu þínum hugsunum í athugasemdum – og lestu líka:
👉 8 ástæður til að taka D-vitamín

Björn Ófeigs.

Heimildir

1.  Brøndum-Jacobsen et al.
Skin cancer as a marker of sun exposure associates with myocardial infarction, hip fracture and death from any cause.
International Journal of Epidemiology. 2013.
🔗 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24038635/

2.  Holick MF.
Benefits and Risks of Sun Exposure to Maintain Adequate Vitamin D Status.
Current Osteoporosis Reports. 2016.
🔗 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27246338/

Pilz S, et al.
Vitamin D and cardiovascular disease prevention.
Nature Reviews Cardiology. 2009.
🔗 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/19262587/

- Auglýsing -

4.  Weller RB.
Sunlight Has Cardiovascular Benefits Independently of Vitamin D.
Blood Purification. 2016.
🔗 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26766556/

World Health Organization.
UV radiation and health.
🔗 https://www.who.int/news-room/questions-and-answers/item/radiation-ultraviolet-(uv)-radiation-and-health

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-