-Auglýsing-

Sauna, gufubað og heitir pottar – þegar hjartað á í hlut

Heitir pottar sauna og gufuböð eru frábær leið til að njóta og láta líða úr sér. En aðgátar er þörf ef fólk er með hjarta og æðasjúkdóm.

Við lifum á tímum þar sem vellíðan og góð slökun eru orðin lykilorð í daglegu lífi – og það er gott. Það er fátt sem jafnast á við að setjast í heitan pott eða sánu eftir langan dag og leyfa líkamanum að slaka.

En hvað ef hjartað er veikburða? Eða ef þú ert með greindan hjarta- og æðasjúkdóm? Getur slökunin þá snúist upp í áhættu? Og hversu langt má ganga í þessum hitameðferðum án þess að setja heilsuna í hættu?

-Auglýsing-

Hitameðferðir og hjartaheilsan – jákvæð áhrif?

Það er ekki óalgengt að hjartasjúklingar óttist saunu og heita potta. Hitinn eykur hjartslátt, víkkar æðar og lækkar blóðþrýsting – allt breytingar sem gætu sett hjarta í vanda, sérstaklega ef það er ekki í sínu besta formi.

Samt sýna rannsóknir að það er önnur hlið á þessu líka. Í stórri finnskri rannsókn, sem fylgdi þúsundum manna í áratugi, kom í ljós að þeir sem fóru reglulega í sánu – fjórum sinnum í viku eða oftar – var hópur sem hafði marktækt lægri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem slepptu sauna ferðunum (Laukkanen et al., 2018). Sömuleiðis hafa rannsóknir bent til þess að sauna og heitir pottar geti bætt æðaþelsvirkni, dregið úr bólgum og stuðlað að betri hjartaafköstum til lengri tíma litið.

En skuggahliðin – hvað þarf að varast?

Hitameðferðir hafa áhrif á blóðrásina – og hjá sumum getur það orðið vandamál. Sérstaklega ef viðkomandi er með:

  • Óstöðuga hjartabilun (NYHA III-IV)
  • Mjög lágan blóðþrýsting
  • Þráláta hjartsláttaróreglu
  • Nýlega farið í aðgerð á hjarta (t.d. nýlega fengið stent eða gengið í gegnum opinn hjartaskurð)

Hjá þessum hópi getur hitinn valdið svima, yfirliði, hættulegum hjartsláttartruflun eða jafnvel leitt til áfalls.

- Auglýsing-

Heitir pottar sem fara yfir 40°C ætti alltaf að forðast hjá þessum hópi – og sánaferðir ættu að vera styttri (5–10 mín) og aðeins eftir samráð við hjartalækni. Hið sama á við um gufuböð – sem geta verið erfiðari fyrir hjartað vegna rakans og minni loftræstingar.

Hjartabilun – getur sauna verið hjálpleg?

Áhugaverð japönsk rannsókn sýndi að hófleg hitameðferð í „mildri sánu“ (60°C í 15 mín) daglega í tvær vikur jók útstreymisbrot hjartans (ejection fraction) hjá hjartabiluðum (Tei et al., 1995). Það gefur vísbendingar um að sauna gæti – með gát – verið gagnleg.

En hér þarf einstaklingsmat. Engir tveir hjartabilaðir eru eins. Sá sem fer létt með daglegar göngur og er með stöðugan blóðþrýsting er í allt annarri stöðu en sá sem þarf að hvíla sig eftir létt heimilisstörf eða sturtuferð.

Hvað með gufuböð og heita potta?

Gufubað er öðruvísi en sauna. Rakinn veldur hraðari upphitun og getur gert öndun erfiðari. Þeir sem eru með lungnaháða hjartabilun (diastólísk hjartabilun, HFpEF) eða með COPD (Chronic Obstructive Pulmonary Disease) samhliða, ættu að fara mjög varlega í gufuböð og jafnvel forðast þau.

Heitir pottar eru vinsælir, en passa þarf vel upp á hitastig og tímalengd í of heitu vatni en þessar aðstæður geta leitt til blóðþrýstingsfalls og svima. Ef púlsinn er óreglulegur eða hjartað vinnur illa, getur það orðið hættulegt.

Ráðleggingar:

  • Hitastig ekki hærra en 37–38,5°C.
  • Ekki dvelja lengur en 10–15 mín.
  • Ekki fara í pott strax eftir máltíð eða með tómann maga.
  • Alltaf að drekka vatn á undan og eftir.
  • Fara hægt upp úr – og láta vita ef maður finnur fyrir vanlíðan.

Niðurlag: Lúxus sem þarf að meðhöndla með virðingu

Við sem höfum hjarta sem kallað hefur á aðstoð, vitum að það þarf jafnvægi. Sauna og heitir pottar geta verið vinir okkar – en aðeins ef við hlustum á líkamann, ráðumst ekki í óðagotsákvarðanir og ræðum við lækni áður. Slökunin er mikilvæg, en hjartað þarf að vera með í för. Þegar rétt er að farið geta þessar ljúfu stundir og hlýi lúxus stutt bæði líkama og sál.

Björn Ófeigs.

- Auglýsing -

Heimildir:

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-