Mjöll Jónsdóttir, cand. psych
Mjöll Jónsdóttir er sálfræðingur á Sálfræðingum Höfðabakka og starfrækir alhliða sálfræði og ráðgjafaþjónustu
fyrir fullorðna. Mjöll hefur sérhæft sig í að veita þeim stuðning sem eru að takast á við veikindi ásamt mökum þeirra og fjölskyldum. Lífið eftir sjúkdóminn, breytingarnar, kvíðann og allt það sem takast þarf á við eftir eigin veikindi eða veikindi maka. Þá hefur hún auk þess sérhæft sig í para- og hjónameðferð ásamt meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu, áfallastreitu og stuðning við fólk með verki. Mjöll hefur mikla reynslu af námskeiðahaldi og fræðslu ásamt því að styðja við langtíma atvinnulausa.
Mjöll Jónsdóttir lauk BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2006 með lokaverkefni sem fjallaði um kvíða, kvíðanæmi og tengsl við áfengisneyslu. Þá útskrifaðist hún með cand. psych gráðu frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Heilsusálfræði er hennar helsta áhugamál og fjallaði lokaverkefni hennar um sálrænar afleiðingar hjartasjúkdóma fyrir bæði sjúklinginn og makann ásamt áhrifum sjúkdómsins á samband hjóna, samskipti og árangur í að breyta lífsstíl eftir veikindi.
Mjöll starfaði á danskri kvíðameðferðarstöð í starfsnámi sínu þar sem hún sinnti bæði einstaklings- og hópameðferð við kvíða (mikið heilsukvíða), áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD), þunglyndi og félagsfælni. Mjöll starfaði áður við ráðningar, ráðgjöf og námskeiðahald en hún hefur meðal annars haldið námskeið fyrir atvinnulausa um atvinnuleitina, fyrir unglinga um samskipti og eigin ábyrgð á atvinnumarkaði, fyrir ýmsa starfshópa fyrirtækja um samvinnu, liðsheild, viðhorf og breytingar og fyrir ýmsa og mismunandi hópa um sjálfsstyrkingu, framkomu og tjáningu.
Mjöll er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi fagfólks um offitu.
Mjöll starfar eins og áður sagði sem sálfræðingur á Sálfræðingum Höfðabakka og tekur þar á móti skjólstæðingum sínum.
Upplýsingar og tímapantanir eru hjá ritara á Höfðabakkanum í síma 527-7600 eða á netfangið mjoll@shb9.is