-Auglýsing-

Hjartaheilsan og þarmabakteríurnar – Nýjar rannsóknir

Með því að velja hjartavænt mataræði sem styður við fjölbreytta þarmaflóru getum við minnkað áhættu og styrkt bæði meltinguna og hjartað.

Flest okkar tengja hjartað við lífið sjálft en ný vísindi sýna að tengsl þess við þarmana eru mun meiri en áður var talið.

Þarmabakteríur, sem mynda svokallað microbiome geta haft áhrif á blóðfitur, bólguferla og jafnvel myndun æðakölkunar. Mataræðið okkar, sem mótar þarmaflóruna, virðist því gegna stóru hlutverk í að verja hjartað.

-Auglýsing-

📦 Hvað er microbiome?
Microbiome er safn allra örvera sem búa í líkamanum – aðallega í þörmunum. Þetta eru bakteríur, sveppir og aðrar smáagnir sem við sjáum ekki með berum augum. Þær hjálpa okkur að melta mat, styrkja ónæmiskerfið og hafa jafnvel áhrif á hjartaheilsuna. Góð þarmaflóra nærist helst á trefjum úr ávöxtum, grænmeti og heilkorni.

Þarmabakteríur og hjartaáhætta

Rannsóknir síðustu ára sýna að ójafnvægi í þarmaflóru getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ástæðan er meðal annars sú að ákveðnar bakteríur mynda efnið TMAO (trimethylamine N-oxide) þegar við meltum kólín og karnitín sem finna má í rauðu kjöti og eggjum. Hátt TMAO magn í blóði tengist aukinni áhættu á hjartaáföllum og æðakölkun.

- Auglýsing-

📦 Egg og hjartaheilsu – hvað segja rannsóknir?

Það þýðir þó ekki að við þurfum að hætta að borða egg. Þau eru næringarrík og innihalda bæði prótein og vítamín sem líkaminn þarf. Flestir sérfræðingar telja að hófleg eggjaneysla eða eitt til tvö egg á dag eða nokkur á viku sé í lagi fyrir heilbrigða einstaklinga. Það er þó mikilvægt að mataræðið í heild sé trefjaríkt og byggt á grænmeti, heilkorni og hollri fitu. Vandinn skapast fyrst og fremst þegar egg eru hluti af fituríku og kjötmiðuðu fæði sem ýtir undir aukna TMAO-myndun.

Mataræði sem mótar flóruna

Það sem við borðum er lykilatriði fyrir fjölbreytta og heilbrigða þarmaflóru.

  • Miðjarðarhafsmataræðið tengist fjölbreyttari þarmaflóru og minni hjartaáhættu. Þar eru ávextir, grænmeti, belgjurtir, fiskur, hnetur og ólífuolía í forgrunni.
  • Trefjarík fæða eins og hafrar, bygg og grænmeti næra „góðu“ bakteríurnar og stuðla að framleiðslu á stuttkeðju fitusýrum sem draga úr bólgum.
  • Rautt kjöt og unnar kjötvörur geta aukið TMAO-myndun og þar með hjartaáhættu, sérstaklega ef þau eru borðuð reglulega og í miklu magni.

Rannsóknir sem opna nýja möguleika

Nýjustu rannsóknir benda til þess að með því að greina þarmaflóru einstaklings megi jafnvel spá fyrir um hjartasjúkdóma. Vísindamenn eru einnig að skoða hvort hægt sé að þróa meðferðir sem beinast að þarmaflórunni sjálfri. T.d. með með prebiotikum (fæðutrefjum sem næra góðu bakteríurnar), probiotikum (lifandi góðum bakteríum eins og finnast í jógúrt og gerjuðum mat).

Einnig koma til greina sérstök næringarefni sem þróuð eru úr mat og ætlað að hafa bein áhrif á þarmaflóruna sem eru þá þróuð til að hafa áhrif á þarmaflóruna. Slíkar leiðir gætu orðið mikilvæg viðbót við hefðbundna hjartavarnir á borð við blóðþrýstings- og kólesterólslækandi lyf.

- Auglýsing -

Hvað getum við gert?

Við þurfum ekki að bíða eftir nýjum lyfjum til að hafa áhrif. Með því að velja hjartavænt mataræði sem styður við fjölbreytta þarmaflóru getum við minnkað áhættu og styrkt bæði meltinguna og hjartað. Að velja trefjar, grænmetið og góða fitu er ekki bara bragðbetra, það er líka fjárfesting í framtíðarheilsu.

Að lokum

Við erum aðeins farin að klóra í yfirborðið þegar kemur að tengslum hjarta og þarma. Það sem áður var talið aðskilið þ.e. meltingarkerfið annars vegar og hjarta- og æðakerfið hins vegar reynist vera nátengt. Rannsóknir á microbiome sýna að heilbrigð þarmaflóra gæti orðið eitt af lykilvopnunum í baráttunni gegn hjartasjúkdómum. Þegar við hugsum um hjartað þurfum við líka að hugsa um þarmana.

Björn Ófeigs.


Heimildir

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-