Heim Höfundar Innlegg eftir Davíð O. Arnar

Davíð O. Arnar

Davíð O. Arnar
3 INNLEGG 0 ATHUGASEMDIR
Davíð er yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðinámi í lyflækningum, hjartalækningum og raflífeðlisfræði hjartans við University of Iowa Hospitals and Clinics í Iowa City í Bandaríkjunum. Þá hefur hann lokið doktorsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. Davíð hefur verið virkur á sviði vísindarannsókna og snúa rannsóknir hans að mestu um hjartsláttartruflunina gáttatif. Hann hefur birt fjölmargar greinar um erfðafræði og faraldsfræði gáttatifs auk þess sem hann hefur rannsakað áhrif þessa kvilla á heilann.