-Auglýsing-

Sjúklingaráðin 10

Það er ekki einfalt mál að vera sjúklingur og full ástæða til að hvetja fólk til að vera virkir þáttakendur í því ferli, hvort sem fólk er inni á spítala eða leita sér lækninga á heilsugæslu eða hjá sérfræðingi. Hætturnar eru fjölmargar og ekki síst inni á sjúkrahúsum þar sem alltaf er sú hætta fyrir hendi að mistök eigi sér stað eins og t.d. við lyfjagjöf eða aðra meðferð. Þessi 10 sjúklingaráð eru fengin af vefsíðu Landspítalans og eru mikilvæg skilaboð til sjúklinga.

Spurðu
Spurðu ef eitthvað er óljóst eða veldur þér áhyggjum. Spurðu aftur ef þú skilur ekki.

Segðu frá
Láttu vita um ofnæmi fyrir lyfjum, mat eða öðru, um lyfin sem þú tekur, vítamín, náttúrulyf, sérstakt mataræði eða ef þú ert barnshafandi. Heilbrigðisstarfsfólk þarf nákvæmar upplýsingar sem getur þurft að ítreka til öryggis.

Láttu vita ef þú finnur til
Segðu frá óvenjulegri líðan og einkennum þótt tengsl við veikindin virðist óljós.

Tryggðu rétt nafn og kennitölu
Vertu viss um að nafn þitt og kennitala sé rétt hjá starfsfólki áður en kemur að rannsókn, meðferð eða lyfjagjöf.

Fáðu upplýsingar um meðferðina
Ræddu við heilbrigðisstarfsfólkið um meðferð og rannsóknir til þess að skilja sem best tilgang þeirra.

- Auglýsing-

Hafðu nákomna með í viðtöl
Gott er að hafa einhvern nákominn með í viðtölum því það getur dregið úr hættu á misskilningi og gagnast við að rifja upp hvað kom fram í þeim.

Tilgreindu nákominn sem MÁ fá upplýsingar
Heilbrigðisstarfsfólki er skylt að virða trúnað en má gefa þeim sem þú eða forráðamaður þinn tilgreinir upplýsingar um líðan þína eða meðferð.

Spurðu um framhald meðferðar
Fáðu að vita um framhald meðferðar fyrir útskrift eða í lok göngudeildarheimsóknar, hvar hún sé veitt, af hverjum og hvað þú þurfir að gera vegna hennar.

Þekktu lyfin þín
Mikilvægt er að vita hvernig lyfin virka, hversu lengi á að taka þau, um breytingar á lyfjainntöku og áhrif af mat og drykk. Farðu yfir lyfjakortið með útskriftarlækninum.

Skrifaðu minnispunkta
Skráðu reynslu þína í dagbók, líðan og helstu atriði um meðferðina. Undirbúðu þig fyrir viðtöl og skrifaðu niður spurningar sem þú vilt fá svarað.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-