
Blóðþrýstingur er einn af lykilþáttunum sem við þurfum að fylgjast með þegar kemur að hjartaheilsu.
Þegar hann er of hár til lengri tíma getur það haft alvarleg áhrif á hjarta og æðakerfið. Hér eru 10 mikilvæg atriði sem allir ættu að vita um blóðþrýsting.
-Auglýsing-
- Hvað er blóðþrýstingur?
Blóðþrýstingur mælir hversu mikinn þrýsting blóðið setur á æðarnar þegar hjartað slær. - Hvernig er mælt:
Mæld eru hærri mörk blóðþrýstings og svo aftur neðri mörk (t.d. 120/80 mmHg). Yfirleitt er mælt um upphandlegg en sumir mælar geta mælt um úlnlið. - Hvað er of hár blóðþrýstingur?
Ef blóðþrýstingurinn fer yfir 140/90 mmHg þá telst hann hár og ætti að fylgjast með honum. - Áhættuþættir:
Fjölskyldusaga, aldur, kyn, reykingar, mikill saltneysla og of mikil áfengisneysla auka hættuna á háum blóðþrýstingi. - Engin einkenni – þögli morðinginn:
Háþrýstingur getur verið til staðar án þess að við finnum fyrir honum – þess vegna er hann kallaður „þögli morðinginn“. - Áhrif á hjartaheilsu:
Ómeðhöndlaður háþrýstingur eykur áhættu á hjartaáföllum, heilablóðföllum, og nýrnasjúkdómum. - Hvernig má lækka blóðþrýsting?
Aukin hreyfing, bólguminnkandi mataræði, minni saltneysla, minni áfengi og reykingarleysi geta haft mikil áhrif. - Lyfjameðferð:
Í sumum tilvikum eru blóðþrýstingslyf nauðsynleg. Leitaðu alltaf ráða hjá lækni. - Reglulegar mælingar:
Fylgstu reglulega með blóðþrýstingi til að greina breytingar og fylgjast með árangri. - Lífsstíll skiptir máli:
Að bæta lífsstílinn, svo sem að auka hreyfingu og bæta mataræði, getur verið gagnlegt fyrir alla – ekki bara þá sem eru með háan blóðþrýsting.
Að lokum
Að fylgjast með blóðþrýstingi er ein besta forvörnin sem við höfum til að viðhalda heilbrigðu hjarta og bættum lífsgæðum til framtíðar.
Björn Ófeigs.
-Auglýsing-