-Auglýsing-

30 ára afmæli Hjartaheilla fagnað með göngu

Styrkjum hjartaþræðinaÍ tilefni af 30 ára afmæli Hjartaheilla munu félagsmenn standa fyrir 30 km. göngu til að vekja athygli á söfnun félagsins fyrir nýju hjartaþræðingatæki.
Gengið verður frá Reykjalundi að höfuðstöðvum Hjartaheilla í Síðumúla 6, og áfram að Landspítala við Hringbraut. Það er gert til að undirstrika það að allir hjartasjúklingar sem fara í stærri aðgerðir á Landspítala þurfa að fara í endurhæfingu eftir aðgerð og fara flestir á Reykjalund til þess.
Gangan hefst klukkan 9.00 við aðalinngang Reykjalundar á sunnudag og gengið verður með ströndinni vestur að Eiðismýri og til baka að Ægissíðu, um Njarðargötu og loks að Landspítala. Áætlaður komutími að Landspítala er kl. 16.00.
Það er von göngumanna að sem flestir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra sjái sér fært að koma og vera með í göngunni. Göngumönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir gangi alla leið eða hvort þeir láti sér nægja að taka aðeins þátt í hluta göngunnar. Allt fer það eftir getu hvers og eins. Reikna má með að þetta sé nokkuð rösk ganga eða um það bil 5 km hraði á klukkustund. Þess má geta að hjartaþeginn Kjartan Birgisson ætlar að leiða gönguna alla leið og hvetur fólk  til að taka þátt.

Kl. 09.00 Lagt af stað frá Reykjalundi

Kl. 10.10 Korpuósar
Kl. 11.10 Hallsvegur
Kl. 12.40 Hjartaheill Síðumúla
Kl. 13.15 Lagt af stað aftur frá Síðumúla
Kl. 15.30 Lagt af stað frá syðri enda Njarðargötu við flugvallaveg, síðustu 2 km.
Kl. 16.00 Komið að Landspítala við Hringbraut

-Auglýsing-

Athugið að tímasetningar eru áætlanir og geta skekkst um nokkrar mínútur til eða frá.
Gengið er á stígum svo til alla leiðina að mestu meðfram sjávarsíðunni.

Nánari upplýsingar um gönguna veitir Kjartan Birgisson (sjálfboðaliði í Hjartaheillum) S: 8616465

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-